Segir að fullt af leikmönnum vilji ekki koma til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 09:00 Er það kannski ekki eins spennandi og margur heldur að verða liðsfélagar þeirra Jordan Henderson, Sadio Mané, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino hjá Liverpool. Getty/ John Powell Aðalskúbbarinn í Evrópufótboltanum heldur því fram að leikmenn hafi ekki áhuga á því að koma til Liverpool undir núverandi kringumstæðum. Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira