Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2021 19:07 Guðmundur landsliðsþjálfari. vísir/getty „Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands. Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM. Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM.
Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira