Björgvin Páll gaf ekki kost á sér vegna fjölskylduástæðna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:12 Björgvin Páll Gústavsson er reyndasti leikmaður HM-hópsins og sá eini sem hefur spilað meira en tvö hundruð landsleiki. Vísir/Daníel Björgvin Páll Gústavsson hefur stigið fram og útskýrt af hverju hann er ekki með íslenska landsliðinu út í Portúgal. Björgvin Páll fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu út til Portúgal í morgun þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í vikunni. Hann var þó ekki skilinn eftir heima. Björgvin Páll gaf út stutta yfirlýsingu á fésbókinni í dag þar sem hann sagðist hafa fengið spurningar um það í morgun af hverju hann yrði ekki með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. „Ég hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta lagi þá gaf èg ekki kost á mèr í þá ferð af fjölskylduástæðum,“ skrifaði Björgvin Páll. Björgvin Páll var að verða faðir í fjórða sinn á dögunum en hann eignaðist þá dóttur sem hefur verið nefnd Eva. Fyrir áttu hann og kona hans Karen Einarsdóttir tvær stelpur og einn strák. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll hvetur líka hina markverðina áfram. Markverðir Íslands í leiknum verða þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Þeir spila báðir í Danmörku, Viktor með GOG og Ágúst með Kolding. Björgvin Páll hefur ekkert spilað með Haukum síðan í september, enda deildin legið niðri vegna samkomutakmarkana, en lék landsleik á móti Litháen í nóvemberbyrjun. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hina tvo markmennina til þess að láta ljós sitt skína og hafa þeir báðir staðið sig frábærlega síðustu vikur og eru 100% klárir í bátana. Þó að ég hefði gefið kost á mér er ekkert víst að ég hefði verið fyrir framan þá tvo en ég hef auðvitað ekki verið að spila handbolta uppvá síðkastið. Hlakka til að fylgjast með leiknum í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar og hitta svo liðið aftur þegar þeir koma heim með 2 stig í bakpokanum. Áfram Ísland!,“ skrifaði Björgvin Páll. Èg hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Mánudagur, 4. janúar 2021 Björgvin Páll er reynasti leikmaður íslenska HM-hópsins með 232 landsleiki á bakinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Björgvin Páll fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu út til Portúgal í morgun þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í vikunni. Hann var þó ekki skilinn eftir heima. Björgvin Páll gaf út stutta yfirlýsingu á fésbókinni í dag þar sem hann sagðist hafa fengið spurningar um það í morgun af hverju hann yrði ekki með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. „Ég hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta lagi þá gaf èg ekki kost á mèr í þá ferð af fjölskylduástæðum,“ skrifaði Björgvin Páll. Björgvin Páll var að verða faðir í fjórða sinn á dögunum en hann eignaðist þá dóttur sem hefur verið nefnd Eva. Fyrir áttu hann og kona hans Karen Einarsdóttir tvær stelpur og einn strák. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll hvetur líka hina markverðina áfram. Markverðir Íslands í leiknum verða þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Þeir spila báðir í Danmörku, Viktor með GOG og Ágúst með Kolding. Björgvin Páll hefur ekkert spilað með Haukum síðan í september, enda deildin legið niðri vegna samkomutakmarkana, en lék landsleik á móti Litháen í nóvemberbyrjun. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hina tvo markmennina til þess að láta ljós sitt skína og hafa þeir báðir staðið sig frábærlega síðustu vikur og eru 100% klárir í bátana. Þó að ég hefði gefið kost á mér er ekkert víst að ég hefði verið fyrir framan þá tvo en ég hef auðvitað ekki verið að spila handbolta uppvá síðkastið. Hlakka til að fylgjast með leiknum í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar og hitta svo liðið aftur þegar þeir koma heim með 2 stig í bakpokanum. Áfram Ísland!,“ skrifaði Björgvin Páll. Èg hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Mánudagur, 4. janúar 2021 Björgvin Páll er reynasti leikmaður íslenska HM-hópsins með 232 landsleiki á bakinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira