Gjaldþrota ef ekki verður byrjað að spila í Danmörku fyrir sumarfrí Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Pal Alexander Kirkevold, framherji Hobro, í leik gegn AGF fyrr á leiktíðinni. vísir/getty Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí. Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí.
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira