Hittist ekki í búningsklefum og fagni mörkum með óhefðbundnum hætti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 12:45 Mikael Anderson og aðrir leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar þurfa að búa sig undir breyttar aðstæður. VÍSIR/GETTY Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku. Danski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku.
Danski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira