Fimmtán ár í dag síðan að Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 11:00 Frank Lampard fagnar öðru marka sinna á móti Bolton 30. apríl 2005 með Eiði Smára Guðjohnsen. Frank og Eiður Smári voru tveir markahæstu leikmenn Chelsea á þessu tímabili. Getty/Mike Egerton 30. apríl 2005 er merkisdagur í sögu Chelsea en hann er líka merkisdagur fyrir íslenska knattspyrnu. Það var á þessum degi sem Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár en það var líka á þessum degi sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Chelsea tryggði sér endanlega fyrsta Englandsmeistaratitil sinn frá árinu 1955 með því að vinna 2-0 sigur á Bolton á Reebok Stadium. Chelsea hefur síðan unnið fjóra Englandsmeistaratitla til viðbótar (2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17). 30.04.2005 Our first @premierleague title! pic.twitter.com/u1XIbKXJc4— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 30, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen náði þarna merkum tímamótum á stað þar sem hann átti mörgum mönnum mikið að þakka. Það var nefnilega Bolton sem veðjaði á Eið Smára þegar hann var að koma til baka eftir ökklameiðslin og seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000. Eiður Smári spilaði síðan mörg góð tímabil með Chelsea en liðið náði ekki að vinna deildina fyrr en á hans fimmta tímabili hjá liðinu. On this day: 2005 - Chelsea clinched their first ever Premier League trophy (vs Bolton).Two goals from Frank Lampard giving Blues fans one of the greatest moments in their lives. #CFC #Chelsea pic.twitter.com/pg3WMY3UsW— Chad (@ChelseaChadder) April 30, 2020 José Mourinho hafði tekið við Chelsea liðinu sumarið árið og tókst því að vinna ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Í fyrstu leit út fyrir að Portúgalinn ætlaði að treysta á aðra framherja en Eið Smára því fyrir tímabilið keypti José Mourinho bæði sóknarmennina Didier Drogba og Mateja Kezman auk þess að hinn sókndjarfi Arjen Robben kom frá PSV. Eiður Smári stóð hins vegar af sér alla samkeppni og spilaði 37 af 38 deildarleikjum Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 30 leikjanna þar á meðal í leiknum á móti Bolton þar sem Chelsea tryggði sér titilinn. Í þessum 37 leikjum var Eiður Smári Guðjohnsen með 12 mörk og 6 stoðsendingar. Það var aðeins Frank Lampard (13 mörk) sem skoraði fleiri deildarmörk en Eiður. Eiður Smári var siðan í fjórða sæti í stoðsendingum á eftir þeim Frank Lampard (16 stoðsendingar), Arjen Robben (9) og Damien Duff (7). On this day in 2005, we finally did it! After 50 years, our title drought was ended with a 2-0 victory away at the Reebok Stadium. A double from Super Frank was the difference that day. Up the Chels pic.twitter.com/hMlOzcH8sy— The Chelsea Echo (@TheChelseaEcho) April 30, 2020 Frank Lampard átti magnað tímabil með 13 mörk og 16 stoðsendingar og það var einmitt hann sem tryggði Chelsea liðinu endanlega titilinn með því að skora bæði mörkin í þessum 2-0 sigri á Bolton. Enginn annar er Frank Lampard (þáttur í 29 mörkum) kom að fleiri mörkum Chelsea liðsins þetta tímabil en Eiður Smári var annar með 18 mörk. Það eitt sýnir mikilvægi Eiðs Smára fyrir José Mourinho og Chelsea liðið á þessu sögulega tímabili. Chelsea átti reyndar eftir þrjá leiki á tímabilinu en eftir sigurinn á Bolton gat ekkert annað lið náð þeim. Chelsea endaði síðan tólf stigum á undan næsta liði sem var Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
30. apríl 2005 er merkisdagur í sögu Chelsea en hann er líka merkisdagur fyrir íslenska knattspyrnu. Það var á þessum degi sem Chelsea vann sinn fyrsta meistaratitil í fimmtíu ár en það var líka á þessum degi sem Íslendingur vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Chelsea tryggði sér endanlega fyrsta Englandsmeistaratitil sinn frá árinu 1955 með því að vinna 2-0 sigur á Bolton á Reebok Stadium. Chelsea hefur síðan unnið fjóra Englandsmeistaratitla til viðbótar (2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17). 30.04.2005 Our first @premierleague title! pic.twitter.com/u1XIbKXJc4— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 30, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen náði þarna merkum tímamótum á stað þar sem hann átti mörgum mönnum mikið að þakka. Það var nefnilega Bolton sem veðjaði á Eið Smára þegar hann var að koma til baka eftir ökklameiðslin og seldi hann síðan til Chelsea sumarið 2000. Eiður Smári spilaði síðan mörg góð tímabil með Chelsea en liðið náði ekki að vinna deildina fyrr en á hans fimmta tímabili hjá liðinu. On this day: 2005 - Chelsea clinched their first ever Premier League trophy (vs Bolton).Two goals from Frank Lampard giving Blues fans one of the greatest moments in their lives. #CFC #Chelsea pic.twitter.com/pg3WMY3UsW— Chad (@ChelseaChadder) April 30, 2020 José Mourinho hafði tekið við Chelsea liðinu sumarið árið og tókst því að vinna ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili. Í fyrstu leit út fyrir að Portúgalinn ætlaði að treysta á aðra framherja en Eið Smára því fyrir tímabilið keypti José Mourinho bæði sóknarmennina Didier Drogba og Mateja Kezman auk þess að hinn sókndjarfi Arjen Robben kom frá PSV. Eiður Smári stóð hins vegar af sér alla samkeppni og spilaði 37 af 38 deildarleikjum Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliðinu í 30 leikjanna þar á meðal í leiknum á móti Bolton þar sem Chelsea tryggði sér titilinn. Í þessum 37 leikjum var Eiður Smári Guðjohnsen með 12 mörk og 6 stoðsendingar. Það var aðeins Frank Lampard (13 mörk) sem skoraði fleiri deildarmörk en Eiður. Eiður Smári var siðan í fjórða sæti í stoðsendingum á eftir þeim Frank Lampard (16 stoðsendingar), Arjen Robben (9) og Damien Duff (7). On this day in 2005, we finally did it! After 50 years, our title drought was ended with a 2-0 victory away at the Reebok Stadium. A double from Super Frank was the difference that day. Up the Chels pic.twitter.com/hMlOzcH8sy— The Chelsea Echo (@TheChelseaEcho) April 30, 2020 Frank Lampard átti magnað tímabil með 13 mörk og 16 stoðsendingar og það var einmitt hann sem tryggði Chelsea liðinu endanlega titilinn með því að skora bæði mörkin í þessum 2-0 sigri á Bolton. Enginn annar er Frank Lampard (þáttur í 29 mörkum) kom að fleiri mörkum Chelsea liðsins þetta tímabil en Eiður Smári var annar með 18 mörk. Það eitt sýnir mikilvægi Eiðs Smára fyrir José Mourinho og Chelsea liðið á þessu sögulega tímabili. Chelsea átti reyndar eftir þrjá leiki á tímabilinu en eftir sigurinn á Bolton gat ekkert annað lið náð þeim. Chelsea endaði síðan tólf stigum á undan næsta liði sem var Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira