Manchester United búið að eyða 11,5 milljörðum í Alexis Sanchez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 13:30 Alexis Sanchez hefur ekki gert merkilega hluti í búningi Manchester United. Getty/John Peters Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira