Fjárfesta í hestum frekar en hlutabréfum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2020 21:34 Bjarni Elvar Pjetursson og Kristín Heimisdóttir voru viðmælendur í mannlífsþættinum Hestalífið sem birtist á Vísi í dag. Vísir/Hestalífið Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. Á þessum tíma vissu þau næstum ekkert um hesta en eiga nú sveitabýli og reiðhöll á Suðurlandi, 60 hesta stóð og reka stórt ræktunar- og tamningabú. Telma Lucinda Tómasson heimsótti hjónin í Hjarðartúni við austurbakka Eystri-Rangár í mannlífsþættinum Hestalífið. „Ég veit það ekki, það bara gerðist. Ég veit ekki hvort það er útiveran, nálægðin við dýrin eða tengingin við náttúruna. Ég veit ekki hvað það er, þetta bara einhvern veginn heltekur mann þegar maður byrjar,“ útskýrir Kristín. Klippa: Hestalífið - Kristín og Bjarni á Hjarðartúni Veitir gleði Um 70 þúsund hross eru til á Íslandi og fjöldi hestamanna er einnig talinn í þúsundum. Flestir stunda hestamennsku sem áhugamál, njóta útreiða og nálægðar við skepnuna, en sumir taka sportið miklu lengra, helga því líf sitt og fjárfesta fyrir tugi eða jafnvel hundruð milljóna. Fyrsta folaldið sem Kristín og Bjarni fjárfestu í var heldur dýr en vel ættuð lítil hryssa og margir undruðust þessi kaup. „Eins og sumir segja: „Hvað eruð þið að eyða svona miklum pening í að kaupa folald? Ég meina, hefðum við keypt hlutabréf fyrir sama pening, við værum ekki búin að hafa nokkra gleði af því,“ segir Bjarni. Þau leggja hart að sér og fjárfestingin í húsakosti, hrossum og jarðnæði er mikil. Þau keyptu hrossaræktarbúið fyrir fimm árum og síðustu fjögur ár hafa þau verið að fikra sig áfram í ræktun. „Við tókum nefnilega samtalið áður en við keyptum þetta folald því það var ekki alveg gefins. Við bara veltum þessu fyrir okkur. Ef við kaupum hlutabréf þá annað hvort græðir maður á því eða tapar. Og það veitir manni enga gleði. En það að kaupa folald og fylgjast með því, og þá getur maður auðvitað annað hvort grætt á því eða tapað á því eins og á hlutabréfunum. En ferillinn á því er einhvern veginn miklu skemmtilegri. Og það er eins og með allt í lífinu að það er ekki markmiðið sjálft sem er aðal málið heldur leiðin að markmiðinu,“ segir Kristín. Það eru aðeins nokkur ár síðan hjónin vissu ekkert um hesta. Nú reka þau stóran hestabúgarð.Vísir/Hestalífið Áður en Bjarni og Kristín fóru af stað í þetta ævintýri höfðu þau prófað að vera með nokkur hross og hesthús í bænum. En það hentaði þeim ekki að stunda hestamennskuna eftir vinnu, oft á kvöldin þegar aðrir voru farnir heim. „Þannig að í staðinn fyrir að verða þessi hvíld og slökun að fara í rólegheitum upp í hesthús og vinna með hestana þá varð þetta eiginlega pínu stress. Þannig að við fórum að hugsa hvort það væri möguleiki að kaupa einhverja aðstöðu sem ber það að ráða fólk í vinnu þannig að það geti verið með okkar hesta og hesta í þjálfun þannig að við höfum meira frítt spil. Koma um helgar og fara á bak eða koma um helgar og fara ekki á bak,“ segir Bjarni. Alltaf jafn hissa Fjórir atvinnumenn temja og þjálfa í Hjarðartúni, enda mikið starf að sinna tugum hesta. Kristín segir að það hafi komið sér á óvart hvað hestamennskan getur tekið á allan líkamann. „Það er eitt að sitja hest þegar þú ert í hestaferð og að ríða á milli staða sitja eða eitthvað svoleiðis, þá þarftu að hafa ákveðið balans og það kannski líka getur verið æfing. En svo þegar þú ferð að keppa eða vinna með hestinn þá vinnur þú með öllum þínum líkama líka. Þetta kom mér rosalega á óvart og þetta hvarflaði ekki að mér áður en ég fór í hestamennskuna. Ég er alltaf jafn hissa, ég er bara sveitt að ríða nokkra hringi. Og svo horfirðu á fólk í sjónvarpinu eða inni á keppnisvellinum og þú heldur já já, það bara sest og svo nokkra hringi og út. Og svo fær maður sér bjór eða eitthvað. Þetta er ekki þannig, þetta er nefnilega ekki þannig. Þetta kom mér mjög á óvart, hvað þetta er mikil íþrótt,“ segir Kristín. Hjónin Bjarni og Kristín fundu ástríðu fyrir hestamennsku eftir örlagaríka hestaferð með vinum þar sem Kristín fór ekki einu sinni á bak.Vísir/Hestalífið Hjónunum datt í hug að setja saman lið atvinnuknapa í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í vetur, sem er í raun efsta erfiðleikastig í hestasportinu. Skemmst er frá því að segja að sigur á sigur ofan tryggði liði Hjarðartúns sæti á toppnum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Tengdar fréttir „Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00 „Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Það voru þó margir sem sögðu í byrjun að myndin væri of útlensk. 31. mars 2020 09:00 Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Fyrir 15 árum síðan fóru tannlæknahjónin Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson í örlagaríka hestaferð á fjöllum sem sneri lífi þeirra á hvolf. Á þessum tíma vissu þau næstum ekkert um hesta en eiga nú sveitabýli og reiðhöll á Suðurlandi, 60 hesta stóð og reka stórt ræktunar- og tamningabú. Telma Lucinda Tómasson heimsótti hjónin í Hjarðartúni við austurbakka Eystri-Rangár í mannlífsþættinum Hestalífið. „Ég veit það ekki, það bara gerðist. Ég veit ekki hvort það er útiveran, nálægðin við dýrin eða tengingin við náttúruna. Ég veit ekki hvað það er, þetta bara einhvern veginn heltekur mann þegar maður byrjar,“ útskýrir Kristín. Klippa: Hestalífið - Kristín og Bjarni á Hjarðartúni Veitir gleði Um 70 þúsund hross eru til á Íslandi og fjöldi hestamanna er einnig talinn í þúsundum. Flestir stunda hestamennsku sem áhugamál, njóta útreiða og nálægðar við skepnuna, en sumir taka sportið miklu lengra, helga því líf sitt og fjárfesta fyrir tugi eða jafnvel hundruð milljóna. Fyrsta folaldið sem Kristín og Bjarni fjárfestu í var heldur dýr en vel ættuð lítil hryssa og margir undruðust þessi kaup. „Eins og sumir segja: „Hvað eruð þið að eyða svona miklum pening í að kaupa folald? Ég meina, hefðum við keypt hlutabréf fyrir sama pening, við værum ekki búin að hafa nokkra gleði af því,“ segir Bjarni. Þau leggja hart að sér og fjárfestingin í húsakosti, hrossum og jarðnæði er mikil. Þau keyptu hrossaræktarbúið fyrir fimm árum og síðustu fjögur ár hafa þau verið að fikra sig áfram í ræktun. „Við tókum nefnilega samtalið áður en við keyptum þetta folald því það var ekki alveg gefins. Við bara veltum þessu fyrir okkur. Ef við kaupum hlutabréf þá annað hvort græðir maður á því eða tapar. Og það veitir manni enga gleði. En það að kaupa folald og fylgjast með því, og þá getur maður auðvitað annað hvort grætt á því eða tapað á því eins og á hlutabréfunum. En ferillinn á því er einhvern veginn miklu skemmtilegri. Og það er eins og með allt í lífinu að það er ekki markmiðið sjálft sem er aðal málið heldur leiðin að markmiðinu,“ segir Kristín. Það eru aðeins nokkur ár síðan hjónin vissu ekkert um hesta. Nú reka þau stóran hestabúgarð.Vísir/Hestalífið Áður en Bjarni og Kristín fóru af stað í þetta ævintýri höfðu þau prófað að vera með nokkur hross og hesthús í bænum. En það hentaði þeim ekki að stunda hestamennskuna eftir vinnu, oft á kvöldin þegar aðrir voru farnir heim. „Þannig að í staðinn fyrir að verða þessi hvíld og slökun að fara í rólegheitum upp í hesthús og vinna með hestana þá varð þetta eiginlega pínu stress. Þannig að við fórum að hugsa hvort það væri möguleiki að kaupa einhverja aðstöðu sem ber það að ráða fólk í vinnu þannig að það geti verið með okkar hesta og hesta í þjálfun þannig að við höfum meira frítt spil. Koma um helgar og fara á bak eða koma um helgar og fara ekki á bak,“ segir Bjarni. Alltaf jafn hissa Fjórir atvinnumenn temja og þjálfa í Hjarðartúni, enda mikið starf að sinna tugum hesta. Kristín segir að það hafi komið sér á óvart hvað hestamennskan getur tekið á allan líkamann. „Það er eitt að sitja hest þegar þú ert í hestaferð og að ríða á milli staða sitja eða eitthvað svoleiðis, þá þarftu að hafa ákveðið balans og það kannski líka getur verið æfing. En svo þegar þú ferð að keppa eða vinna með hestinn þá vinnur þú með öllum þínum líkama líka. Þetta kom mér rosalega á óvart og þetta hvarflaði ekki að mér áður en ég fór í hestamennskuna. Ég er alltaf jafn hissa, ég er bara sveitt að ríða nokkra hringi. Og svo horfirðu á fólk í sjónvarpinu eða inni á keppnisvellinum og þú heldur já já, það bara sest og svo nokkra hringi og út. Og svo fær maður sér bjór eða eitthvað. Þetta er ekki þannig, þetta er nefnilega ekki þannig. Þetta kom mér mjög á óvart, hvað þetta er mikil íþrótt,“ segir Kristín. Hjónin Bjarni og Kristín fundu ástríðu fyrir hestamennsku eftir örlagaríka hestaferð með vinum þar sem Kristín fór ekki einu sinni á bak.Vísir/Hestalífið Hjónunum datt í hug að setja saman lið atvinnuknapa í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í vetur, sem er í raun efsta erfiðleikastig í hestasportinu. Skemmst er frá því að segja að sigur á sigur ofan tryggði liði Hjarðartúns sæti á toppnum. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Tengdar fréttir „Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00 „Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Það voru þó margir sem sögðu í byrjun að myndin væri of útlensk. 31. mars 2020 09:00 Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Mikil forréttindi að vera í áhugamáli með foreldri sínu“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var alltaf mikið í hestamennsku á uppvaxtarárunum og er það enn. Í minningunni sér hún dásamlega samveru með fjölskyldunni, afmælisboð í hesthúsinu, einstakar hestaferðir, útivist, keppnisvöllinn og fjölda þjálfunarstunda. 10. apríl 2020 09:00
„Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Það voru þó margir sem sögðu í byrjun að myndin væri of útlensk. 31. mars 2020 09:00
Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00