Valsmenn kenna óvæntum „óvelkomnum“ uppákomum um slæma gengið á síðasta sumri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 17:00 Valsmenn horfðu á eftir Íslandsmeistaratitlinum til KR-inga. Vísir/Bára Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Valsmenn segjast ætla að draga lærdóm af síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla þegar þeir enduðu 23 stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og átta stigum frá sæti í Evrópukeppni. Valsmenn birtu í morgun ársreikning sinn frá síðasta ári og þar er einnig farið yfir gengi meistaraflokks karla á síðustu leiktíð. Hagnaður knattspyrnudeildarinnar minnkaði um 68 milljónir en var samt sá mesti af öllum liðum Pepsi Max deildarinnar eða 15,9 milljónir króna. Valsmenn mættu til leiks síðasta sumar sem tvöfaldir Íslandsmeistarar og var spáð Íslandsmeistaratitlinum af langflestum enda með frábært liða á pappírnum. Það gekk aftur á móti allt á afturfótunum allt sumarið og Valsliðið tapaði níu leikjum eða fimm fleirum en samanlagt sumurin 2017 og 2018. Valsmenn enduðu að lokum í sjötta sæti, 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR og höfðu ekki verið neðar í deildinni í sjö ár. Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti) „Óhætt er að segja að væntingar stjórnar, stuðningsmann og knattspyrnusamfélagsins fyrir keppnistímabilið 2019 hafi verið sanngjarnar og miklar fyrir árangri meistaraflokks karla Vals því miklu var tjaldað til í leikmannamálum, þjálfararteymi og allri umgjörð, niðurstaðan var hins vegar gríðarlega vonbrigði sem má ekki endurtaka sig og félagið verið að draga lærdóm af,“ segir í ársreikningi Valsmanna sem var gerður opinber í dag. „Eftirtaldir leikmenn gengu til liðs við félagið, Emil Sigvald Lyng, Lasse Petry, Garu Martin, Kaj Léo Bartalstovu, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Hannes Halldórsson og Patrick Pedersen snéri aftur um mitt sumar, allt eru þetta frábærir knattspyrnumenn sem miklar vonir voru bundnar við en meiðsli og óvæntar óvelkomnar uppákomur urðu þess valdandi að einhverjir af okkar leikmönnum náðu ekki að blómstra þetta sumarið og árangurinn varð eftir því,“ segir enn fremur í ársreikningi Valsmanna fyrir rekstrarárið 2019. Það má lesa allan ársreikninginn með því að smella hér.
Stigasöfnun og tapleikir Vals undanfarin sumur Pepsi deildin 2015 33 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2016 35 stig og 7 tapleikir (5. sæti og bikarmeistarar) Pepsi deildin 2017 50 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi deildin 2018 46 stig og 2 tapleikir (Íslandsmeistarar) Pepsi Max deildin 2019 29 stig og 9 tapleikir (6.sæti)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira