Vilja skikka foreldra á námskeið eftir skilnað barnanna vegna Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2020 10:29 Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir fara af stað með nýtt reynsluverkefni. Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Skilnaður er oft erfiður fyrir fólk sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Í dag 1.apríl opnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra nýjan rafrænan vettvang um sérhæfða skilnaðarráðgjöf sem ber heitið samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Um er að ræða reynsluverkefni í Hafnarfirði og Fljótsdalshéraði til að byrja með. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og hjálpar fráskildum foreldrum að takast á við lífið með börnunum eftir skilnað. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir og Gyða Hjartardóttir vilja fara þessa leið Dana hér á landi og var rætt við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er markmiðið að skikka foreldar á námskeið eftir skilnað. Við stefnum að því á sama hátt og Danirnir eru nú þegar búnir að setja í lög hjá sér,“ segir Sigrún en Danir hafa þróað þessa leið frá árinu 2014. Námskeiðið gengur út á að bjóða foreldrum sem eiga börn undir 18 ára aldri rafrænt námskeið sem kennir þeim að styðja börnin í gegnum skilnaðinn. Úr ástarsambandi yfir í samstarf „Svo er verið að bjóða þessum foreldrum viðtöl hjá félagsþjónustu sveitafélaga og hugsanlega námskeið hjá félagsþjónustunni líka. Það er verið að dæla inn allskonar efni til þess að hjálpa börnunum,“ segir Gyða. Skilaboðin eru þau að það sé verið að vinna að samstarfi foreldrana í þágu barna en eins og margir vita gengur stundum brösuglega hjá fólki eftir skilnað. „Foreldrar verða að átta sig á því að þau eru að breyta sínu sambandi úr ástarsambandi yfir í samstarf um börnin,“ segir Gyða. Þær segja mikilvægt að foreldrar nálgist hvort annað eins og vinnufélaga, hafi sameiginlega hagsmuni og sýni virðingu þó fólk kunni kannski ekki við hvort annað. „Þetta er kannski ekki endilega fyrir fólk sem á í mestu erfileikum, en auðvitað er tekið á því líka. Þetta á að ná til foreldra almennt og það er forvarnarhugsunin,“ segir Sigrún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjölskyldumál Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira