Óttast að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok Heimsljós 21. apríl 2020 11:35 WFP/ Rafael Campos Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði í dag við gífurlegri fjölgun hungraðra í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar. Verði ekki þegar gripið til aðgerða segir stofnunin að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok frá því sem nú er. Þeim geti fjölgað milli ára úr 135 milljónum í 265 milljónir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá WFP og 15 samstarfsstofnunum um fæðuóöryggi í heiminum sem birt var í dag. Forsíða skýrslunnar „Fyrir þær milljónir manna, sem fyrir áttu vart til hnífs og skeiðar, er COVID-19 faraldurinn skelfilegur og rothögg fyrir aðrar milljónir manna sem þurfa tekjur til þess að eiga fyrir mat. Í mörgum tilvikum þarf aðeins eitt áfall til viðbótar – eins og COVID-19 – til þess að ýta fólki fram af bjargbrúninni,“ segir Arif Husain yfirhagfræðingur WFP og bætir við að takmarkanir á ferðum fólks og efnahagslegur samdráttur hafi þegar haft alvarlegar afleiðingar. Í nýju skýrslunni - Global Report on Food Crises – kemur fram að á síðasta ári hafi flestir þeirra sem lifðu við hungurmörk búið á átakasvæðum, 77 milljónir. Loftslagsbreytingar áttu mestan þátt í matvælaskorti hjá 34 milljónum og 24 milljónir liðu matarskort vegna efnahagsþrenginga. Þær tíu þjóðir sem matarskortur var mestur á síðasta ári voru Jemen, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður-Súdan, Sýrland, Súdan, Nígería og Haítí. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í neyðar- og mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði í dag við gífurlegri fjölgun hungraðra í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar. Verði ekki þegar gripið til aðgerða segir stofnunin að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok frá því sem nú er. Þeim geti fjölgað milli ára úr 135 milljónum í 265 milljónir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá WFP og 15 samstarfsstofnunum um fæðuóöryggi í heiminum sem birt var í dag. Forsíða skýrslunnar „Fyrir þær milljónir manna, sem fyrir áttu vart til hnífs og skeiðar, er COVID-19 faraldurinn skelfilegur og rothögg fyrir aðrar milljónir manna sem þurfa tekjur til þess að eiga fyrir mat. Í mörgum tilvikum þarf aðeins eitt áfall til viðbótar – eins og COVID-19 – til þess að ýta fólki fram af bjargbrúninni,“ segir Arif Husain yfirhagfræðingur WFP og bætir við að takmarkanir á ferðum fólks og efnahagslegur samdráttur hafi þegar haft alvarlegar afleiðingar. Í nýju skýrslunni - Global Report on Food Crises – kemur fram að á síðasta ári hafi flestir þeirra sem lifðu við hungurmörk búið á átakasvæðum, 77 milljónir. Loftslagsbreytingar áttu mestan þátt í matvælaskorti hjá 34 milljónum og 24 milljónir liðu matarskort vegna efnahagsþrenginga. Þær tíu þjóðir sem matarskortur var mestur á síðasta ári voru Jemen, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður-Súdan, Sýrland, Súdan, Nígería og Haítí. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í neyðar- og mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent