Norsk knattspyrnukona fékk COVID-19 og fær ekki að koma heim um jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 13:00 Cecilie Redisch Kvamme þarf að halda jólin í einangrun og kemst ekki heim til Noregs. Getty/Bradley Collyer Þetta er ekki góður tími til að smitast af kórónuveirunni ekki síst fyrir atvinnuíþróttamenn sem ætluðu að nýta jólafríið til að hitta fjölskylduna. Hópsmit hjá kvennaliði West Ham hefur þær afleiðingar að leikmenn liðsins geta ekki haldið jólin hátíðleg með sínum fjölskyldum. Norska knattspyrnukonan Cecilie Redisch Kvamme ætlaði að fara heim til Noregs yfir jólin en ekkert verður af því. Nettavisen segir meðal annars frá þessu. Cecilie Redisch Kvamme er 25 ára gömul og spilar venjulega sem bakvörður. Hún hefur verið hjá West Ham frá árinu 2019 og á að baki þrjá landsleiki fyrir Noreg. „Ég var með hausverk fyrir prófið og grunaði þetta. Nú er ég með kvef og stíflað nef,“ sagði Cecilie Redisch Kvamme við blaðamann Bergensavisen úr einangruninni í London. West Ham United can confirm that this Sunday's Barclays FA WSL match against Aston Villa will be rescheduled.https://t.co/CoUy56jx7X— West Ham United Women (@westhamwomen) December 18, 2020 Kvamme ætlaði að fljúga heim til Noregs í dag Þorláksmessu en ekkert verður nú af því. Það er styttra að fara fyrir hina liðsfélaga sína og einhverjar líkur á að þeir geti eitthvað verið með sínum fjölskyldum þegar líður á hátíðina. Fyrir Kvamme verða þetta mjög hversdagsleg jól. „Þetta verður því bara ósköp venjulegur fimmtudagur hjá mér. Ég hef samt sent foreldrum mínum skýr fyrirmæli að þau verði að setja aftur upp jólatréð í maí þegar ég kem heim í sumarfrí í maí. Svo munum við borða saman jólakjöt þá,“ sagði Kvamme. Það þurfti að fresta síðasta leik West Ham liðsins fyrir jól vegna hópsmitsins en hann átti að vera á móti Aston Villa um helgina. Fyrsti leikur liðsins eftir jól verður síðan 9. janúar. Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Hópsmit hjá kvennaliði West Ham hefur þær afleiðingar að leikmenn liðsins geta ekki haldið jólin hátíðleg með sínum fjölskyldum. Norska knattspyrnukonan Cecilie Redisch Kvamme ætlaði að fara heim til Noregs yfir jólin en ekkert verður af því. Nettavisen segir meðal annars frá þessu. Cecilie Redisch Kvamme er 25 ára gömul og spilar venjulega sem bakvörður. Hún hefur verið hjá West Ham frá árinu 2019 og á að baki þrjá landsleiki fyrir Noreg. „Ég var með hausverk fyrir prófið og grunaði þetta. Nú er ég með kvef og stíflað nef,“ sagði Cecilie Redisch Kvamme við blaðamann Bergensavisen úr einangruninni í London. West Ham United can confirm that this Sunday's Barclays FA WSL match against Aston Villa will be rescheduled.https://t.co/CoUy56jx7X— West Ham United Women (@westhamwomen) December 18, 2020 Kvamme ætlaði að fljúga heim til Noregs í dag Þorláksmessu en ekkert verður nú af því. Það er styttra að fara fyrir hina liðsfélaga sína og einhverjar líkur á að þeir geti eitthvað verið með sínum fjölskyldum þegar líður á hátíðina. Fyrir Kvamme verða þetta mjög hversdagsleg jól. „Þetta verður því bara ósköp venjulegur fimmtudagur hjá mér. Ég hef samt sent foreldrum mínum skýr fyrirmæli að þau verði að setja aftur upp jólatréð í maí þegar ég kem heim í sumarfrí í maí. Svo munum við borða saman jólakjöt þá,“ sagði Kvamme. Það þurfti að fresta síðasta leik West Ham liðsins fyrir jól vegna hópsmitsins en hann átti að vera á móti Aston Villa um helgina. Fyrsti leikur liðsins eftir jól verður síðan 9. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira