Klopp skaut aðeins á Manchester þegar hann tók við verðlaunum sínum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 08:31 Það var létt yfir þeim Jürgen Klopp og Jordan Henderson eftir stórsigur Liverpool á Crystal Palace um helgina. Getty/Marc Atkins Vikan varð enn betri fyrir Liverpool og knattspyrnustjóra liðsins í gærkvöldi þegar Liverpool var sigursælt á uppskeruhátíð íþróttaársins á breska ríkisútvarpinu. Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira
Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira