Ný kynslóð Isuzu D-MAX komin til landsins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. desember 2020 07:00 Isuzu D-MAX. BL hefur fengið fyrstu sendingu nýrrar og glæsilegrar kynslóðar pallbílsins Isuzu D-MAX sem vinsæll hefur verið hér á landi, en ekki síst meðal atvinnurekenda, verktaka og opinberra aðila á borð við sveitarfélög, segir í fréttatilkynningu frá BL. Í boði eru þrjár útfærslur, Basic, Pro og Lux. Allar gerðir, sem búnar eru tveggja lítra, 160 hestafla dísilvél, eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði og hefur bíllinn m.a. þegar hlotið fullt hús stiga hjá evrópsku öryggisstofnuninni Euro NCAP. Meðal staðalbúnaðar í Basic, beinskiptri grunngerð Isuzu D-MAX, má nefna aðdráttar- og veltistýri, blindhornaviðvörun, stöðugleikastýringu, akreinavara, aðvörun vegna hliðarumferðar, sjálfvirka neyðarhemlun og hemlajöfnun, neyðarakreinastýringu auk brekkuaðstoðar og stöðugleikabúnaðar fyrir drátt á aftanívagni. Innra rými í nýjum Isuzu D-MAX. Burðargeta bílsins er 1.065 kg og dráttargetan 3,5 tonn. Vaðdýpt D-MAX er 80 cm og 24 cm eru undir lægsta punkt. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent
Í boði eru þrjár útfærslur, Basic, Pro og Lux. Allar gerðir, sem búnar eru tveggja lítra, 160 hestafla dísilvél, eru vel búnar öryggis- og þægindabúnaði og hefur bíllinn m.a. þegar hlotið fullt hús stiga hjá evrópsku öryggisstofnuninni Euro NCAP. Meðal staðalbúnaðar í Basic, beinskiptri grunngerð Isuzu D-MAX, má nefna aðdráttar- og veltistýri, blindhornaviðvörun, stöðugleikastýringu, akreinavara, aðvörun vegna hliðarumferðar, sjálfvirka neyðarhemlun og hemlajöfnun, neyðarakreinastýringu auk brekkuaðstoðar og stöðugleikabúnaðar fyrir drátt á aftanívagni. Innra rými í nýjum Isuzu D-MAX. Burðargeta bílsins er 1.065 kg og dráttargetan 3,5 tonn. Vaðdýpt D-MAX er 80 cm og 24 cm eru undir lægsta punkt.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent