Albert og félagar mega ekki tapa fyrir innblásnum Napoli-mönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2020 11:00 Albert Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Rijeka í Evrópudeildinni fyrr á tímabilinu. getty/OLAF KRAAK Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar taka á móti Napoli í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. AZ má ekki tapa fyrir Napoli ef liðið ætlar að eiga möguleika að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Napoli er á toppi F-riðils Evrópudeildarinnar með níu stig, tveimur stigum meira en Real Sociedad og AZ sem eru í 2. og 3. sæti riðilsins. Rijeka er án stiga á botni riðilsins og er úr leik. Leikur AZ og Napoli hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og Rijeka í Baskalandi. Ef Napoli og Real Sociedad vinna sína leikina tryggja þau sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AZ þarf því að forðast tap til að halda vonum sínum á að komast áfram á lífi. Í lokaumferð riðlakeppninnar sækir AZ Rijeka heim. AZ vann Napoli, 0-1, í 1. umferð riðlakeppninnar með marki Danis de Wit. Albert kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Hann var svo í byrjunarliðinu og skoraði tvö mörk þegar AZ sigraði Rijeka, 4-1. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í F-riðlinum fékk AZ aðeins eitt stig út úr tveimur leikjum gegn Real Sociedad. Í síðustu viku gerðu liðin markalaust jafntefli á AFAS Stadion, heimavelli AZ. Ef þau verða jöfn að stigum í F-riðli verður Real Sociedad fyrir ofan AZ vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Napoli hefur unnið alla þrjá leiki sína í Evrópudeildinni frá tapinu fyrir AZ. Í síðustu viku vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo. Það var fyrsti leikur Napoli eftir að Diego Maradona, besti leikmaður í sögu félagsins, féll frá. Napoli-menn klæddust treyjum með nafni Maradonas og númerinu 10 fyrir leik og þá kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum og röðuðu sér hringinn í kringum Stadio San Paolo fyrir leikinn. Napoli hélt áfram að heiðra minningu Maradonas á sunnudaginn þegar liðið vann öruggan sigur á Roma, 4-0, á sunnudaginn. Napoli lék í sérstaktri treyju í fánalitum Argentínu, hvítum og ljósbláum, til að heiðra minningu Maradonas. Lorenzo Insigne, Fabián Ruiz, Dries Mertens og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli gegn Roma. AZ vann Heracles með tveimur mörkum gegn einu í hollensku úrvalsdeildinni um helgina. Það var fjórði deildarsigur liðsins í röð. AZ gerði jafntefli í fyrstu fimm deildarleikjum sínum og er eina ósigraða lið hollenska deildarinnar á tímabilinu ásamt Feyenoord. Þrátt fyrir það er AZ bara í 7. sæti deildarinnar með sautján stig, tíu stigum á eftir toppliði Ajax. Albert hefur leikið þrettán leiki með AZ í öllum keppnum í vetur og skorað sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira