30 milljónum króna varið til mannúðaraðstoðar í Afganistan Heimsljós 25. nóvember 2020 12:46 Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði þrjátíu milljóna króna til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Þetta var tilkynnt í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, á tveggja daga framlagaráðstefnu vegna Afganistans sem lauk í dag. Í ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sem flutt var í gegnum fjarfundarbúnað, var lögð áhersla á að yfirstandandi viðræður afganskra stjórnvalda og talibana væru sögulegt tækifæri til þess að koma á friði í landinu. „Stuðningur sjálfbæra þróun, hagsæld og friðarumleitanir eru markmið sem Ísland aðhyllist heilshugar. Við höldum áfram að tala fyrir grundvallarþýðingu mannréttinda og jafnréttis kynjanna í þeim efnum, þar með talið virkri þátttöku kvenna í friðarviðræðum og uppbyggingu,“ segir í ávarpinu. Framlag Íslands rennur í svæðissjóð samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, í Afganistan, en sjóðurinn er skilvirk og traust stofnun til að bregðast við beiðnum um neyðar- eða mannúðaraðstoð. Ísland styður einnig verkefni á sviði valdeflingar kvenna í gegnum UN Women í Afganistan sem og við verkefni UNESCO á sviði menntamála og fjölmiðlafrelsis þar í landi. Framlagaráðstefnunni í Genf lauk síðdegis en hún var skipulögð af stjórnvöldum í Afganistan, ríkisstjórn Finnlands og Sameinuðu þjóðunum. Slíkar ráðstefnur hafa jafnan farið fram fjórða hvert ár, síðast í Brussel 2016. Markmið ráðstefnunnar er að tryggja áframhaldandi stuðning við friðarumleitanir og uppbyggingu í Afganistan. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður
Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði þrjátíu milljóna króna til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Þetta var tilkynnt í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, á tveggja daga framlagaráðstefnu vegna Afganistans sem lauk í dag. Í ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sem flutt var í gegnum fjarfundarbúnað, var lögð áhersla á að yfirstandandi viðræður afganskra stjórnvalda og talibana væru sögulegt tækifæri til þess að koma á friði í landinu. „Stuðningur sjálfbæra þróun, hagsæld og friðarumleitanir eru markmið sem Ísland aðhyllist heilshugar. Við höldum áfram að tala fyrir grundvallarþýðingu mannréttinda og jafnréttis kynjanna í þeim efnum, þar með talið virkri þátttöku kvenna í friðarviðræðum og uppbyggingu,“ segir í ávarpinu. Framlag Íslands rennur í svæðissjóð samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, í Afganistan, en sjóðurinn er skilvirk og traust stofnun til að bregðast við beiðnum um neyðar- eða mannúðaraðstoð. Ísland styður einnig verkefni á sviði valdeflingar kvenna í gegnum UN Women í Afganistan sem og við verkefni UNESCO á sviði menntamála og fjölmiðlafrelsis þar í landi. Framlagaráðstefnunni í Genf lauk síðdegis en hún var skipulögð af stjórnvöldum í Afganistan, ríkisstjórn Finnlands og Sameinuðu þjóðunum. Slíkar ráðstefnur hafa jafnan farið fram fjórða hvert ár, síðast í Brussel 2016. Markmið ráðstefnunnar er að tryggja áframhaldandi stuðning við friðarumleitanir og uppbyggingu í Afganistan. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður