„Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. nóvember 2020 10:00 Þuríður Blær hefur slegið í gegn sem leikari og rappari síðastliðin ár. vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún hefur verið í rappsveitinni Reykjavíkurdætur frá upphafi og er einn af stofnendum bandsins. Hún segir að hljómsveitin hafi í raun orðið til fyrir slysni, eða í það minnsta nafnið. Nokkrar ungar konur fóru af stað með reglulega kvöld á skemmtistöðum borgarinnar sem gengu undir nafninu Rappkonukvöld eða til að auglýsa slíkt kvöld gáfu þær út lagið Reykjavíkurdætur. Þannig kom nafnið til. „Á þessum sjö árum hefur þetta þróast í mismunandi áttir en í dag erum við bara hljómsveit,“ segir Þuríður en bandið hefur stundum verið á milli tannanna á fólki og fyrir misjafnar ástæður. Blær fékk spurninguna, af hverju bandið virðist stuða einhverja hópa hér á landi? „Já, þetta er hin eilífðar spurning sem ég á eiginlega erfitt með að svara. Ég vil meina að þetta sé vegna þess að við erum forrituð til þess að hlutgera konur. Allt sem konur eiga að gera á að vera fyrir karlmenn. Reykjavíkurdætur hafa alltaf viljað gera fyrir ekki neinn annan en sjálfan sig. Það er svo margt sem við höfum gert sem stuðar fólk og ég hef heyrt fólk segja, þetta var nú alveg rosalega yfirgengilegt þarna í Gísla Marteini og ég svara, já sást þú það? Nei, nei ég horfði ekkert. Já, þú veist bara að við vorum stuðandi? Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar saman og þar er eins og við séum á mót körlum.“ Erum frekar dýrar Hún segir að það sé heldur betur einkennilegt þar sem það séu mjög margar sveitir á Íslandi sem séu bara með karlmenn innanborðs. Reykjavíkurdætur hafa mikið verði bókaðar erlendis á tónlistarhátíðir en stundum hefur komið upp sú umræða að sveitin sé mun minna bókuð innanlands. „Við vorum bókaðar rosalega mikið hér á landi þegar við vorum að byrja og það var svolítið mikið þannig að fólk hélt að við værum svolítið fyrir börnin og fólk var síðan svolítið vonsvikið þegar við vorum ekki alveg þar. Fólk veit kannski ekki alveg við hverjum má búast af okkur, en það hefur alveg verið reynt að bóka okkur upp á síðkastið en það er svolítið erfitt því við erum frekar dýrar því við erum svo margar. Sérstaklega þegar verið er að reyna fylla upp í einhvern kynjakvóta þá er auðveldara að velja bara eina konu í stað þess að bóka níu. Í útlöndum er þetta öðruvísi því þar er meiri peningur. Það er held ég ástæðan í dag en á tímabili var fólk svolítið á móti okkur og vorum kannski ekki bókaðar út af því.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig ræðir hún um hvernig faðir hennar mótaði hana sem manneskju en hann var útigangsmaður í Reykjavík sem lést fyrir einu ári. Einkalífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún hefur verið í rappsveitinni Reykjavíkurdætur frá upphafi og er einn af stofnendum bandsins. Hún segir að hljómsveitin hafi í raun orðið til fyrir slysni, eða í það minnsta nafnið. Nokkrar ungar konur fóru af stað með reglulega kvöld á skemmtistöðum borgarinnar sem gengu undir nafninu Rappkonukvöld eða til að auglýsa slíkt kvöld gáfu þær út lagið Reykjavíkurdætur. Þannig kom nafnið til. „Á þessum sjö árum hefur þetta þróast í mismunandi áttir en í dag erum við bara hljómsveit,“ segir Þuríður en bandið hefur stundum verið á milli tannanna á fólki og fyrir misjafnar ástæður. Blær fékk spurninguna, af hverju bandið virðist stuða einhverja hópa hér á landi? „Já, þetta er hin eilífðar spurning sem ég á eiginlega erfitt með að svara. Ég vil meina að þetta sé vegna þess að við erum forrituð til þess að hlutgera konur. Allt sem konur eiga að gera á að vera fyrir karlmenn. Reykjavíkurdætur hafa alltaf viljað gera fyrir ekki neinn annan en sjálfan sig. Það er svo margt sem við höfum gert sem stuðar fólk og ég hef heyrt fólk segja, þetta var nú alveg rosalega yfirgengilegt þarna í Gísla Marteini og ég svara, já sást þú það? Nei, nei ég horfði ekkert. Já, þú veist bara að við vorum stuðandi? Fólk er bara hrætt við okkur af því að við erum konur og við erum margar saman og þar er eins og við séum á mót körlum.“ Erum frekar dýrar Hún segir að það sé heldur betur einkennilegt þar sem það séu mjög margar sveitir á Íslandi sem séu bara með karlmenn innanborðs. Reykjavíkurdætur hafa mikið verði bókaðar erlendis á tónlistarhátíðir en stundum hefur komið upp sú umræða að sveitin sé mun minna bókuð innanlands. „Við vorum bókaðar rosalega mikið hér á landi þegar við vorum að byrja og það var svolítið mikið þannig að fólk hélt að við værum svolítið fyrir börnin og fólk var síðan svolítið vonsvikið þegar við vorum ekki alveg þar. Fólk veit kannski ekki alveg við hverjum má búast af okkur, en það hefur alveg verið reynt að bóka okkur upp á síðkastið en það er svolítið erfitt því við erum frekar dýrar því við erum svo margar. Sérstaklega þegar verið er að reyna fylla upp í einhvern kynjakvóta þá er auðveldara að velja bara eina konu í stað þess að bóka níu. Í útlöndum er þetta öðruvísi því þar er meiri peningur. Það er held ég ástæðan í dag en á tímabili var fólk svolítið á móti okkur og vorum kannski ekki bókaðar út af því.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig ræðir hún um hvernig faðir hennar mótaði hana sem manneskju en hann var útigangsmaður í Reykjavík sem lést fyrir einu ári.
Einkalífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira