„Ef að þetta verður þeirra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda á“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. nóvember 2020 18:44 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfair Erik Hamréns hjá íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm „Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
„Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18
Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15