„Ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2020 14:32 Ástrós Rut Sigurðardóttir Emma Rut litla stelpan Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Einkalífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni.
Einkalífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira