Aron Pálmarsson vill að hætt verði við HM í handbolta í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:03 Aron Pálmarsson í landsleik í Laugardalshöllinni. Vísir/Andri Marinó Aron Pálmarsson og félagar hans í íslenska handboltalandsliðinu eru á leiðinni til Egyptalands í janúar til að keppa á HM í handbolta. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan að Aron tók alfarið við fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins. Aron er hins vegar í hópi margra sem telja það vera út í hött að halda heimsmeistaramót í miðjum heimsfaraldri. „Það á að aflýsa þessu móti. Ég skil ekki hvers vegna er verið að fljúga okkur þagnað og láta okkur spila um verðlaun undir þessum kringumstæðum,“ sagði Aron Pálmarsson í viðtali við þýska miðilinn NDR. Der deutsche Nationalspieler Patrick #Wiencek vom #THWKiel hat sich gegen die Austragung der #HandballWM im Januar in Ägypten ausgesprochen - und ist damit nicht der einzige. https://t.co/0WVTmQUd4J— NDR Sport (@NDRsport) November 16, 2020 Aron er ekki eina handboltastjarnan sem vill hætta við heimsmeistaramótið því í þeim hópi eru líka þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek og hinn króatíski Domagoj Duvnjak sem leikur með THW Kiel. „Það er engin spurning að það á að aflýsa þessu móti. Það eru mikilvægari hlutir en HM, eins og heilsa fólks, og því miður gleymist það fljótt,“ sagði Patrick Wiencek. „Þetta er of hættulegt,“ sagði Domagoj Duvnjak. TV2 í Danmörku segir frá þessum óánægjuröddum meðal bestu handboltamanna heims og þá er líka búist við því að fleiri stjörnur láti heyra í sér á næstunni. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer er aftur á móti í hópi þeirra sem telur að handboltinn þurfi á þessu heimsmeistaramóti að halda. „Á hverju ári þá horfa milljónir á HM í sjónvarpinu og það hjálpar íþróttinni okkar gríðarlega mikið. Við þurfum á þessu móti að halda,“ sagði Uwe Gensheimer. Heimsmeistaramótið í handbolta í janúar átti að vera sögulegt mót því í fyrsta sinn taka þátt í því 32 þjóðir. Mótið er líka haldið í heimalandi forseta Alþjóða handboltasambandsins, Hassan Moustafa, sem eykur líkurnar á því að það verði pressað í gegn. https://t.co/UPtMlAC5RM— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) November 16, 2020 Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er viss um að þessu heimsmeistaramóti verði aldrei frestað. „Málið er að þetta mót á að fara fram í Egyptalandi, hjá doktor Hassan Moustafa. Ég er því hundrað prósent viss um að þetta heimsmeistaramót fari fram. Hann mun ekki aflýsa því,“ sagði Henrik Møllgaard við TV 2 Sport. Stærð mótsins með 32 liðum gerir það enn flóknara verkefni að halda slíkt mót og flækjustigið er mikið ekki síst þegar kórónuveiran herjar að úr öllum áttum. Guðmundur Guðmundsson gat tilkynnt inn 35 leikmenn sem koma til greina í HM-hópinn hans en það eru sjö fleiri en vanalega. Þá verða tuttugu leikmenn í lokahópnum í stað átján eins og venjulega. Bæði kemur til vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM en þrjú efstu liðin komst í milliriðil. Tvö lið úr hverjum milliriðli komast síðan í átta liða úrslit en heimsmeistaramótið klárast síðan á útsláttarkeppni milli átta bestu þjóðanna. HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar hans í íslenska handboltalandsliðinu eru á leiðinni til Egyptalands í janúar til að keppa á HM í handbolta. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan að Aron tók alfarið við fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins. Aron er hins vegar í hópi margra sem telja það vera út í hött að halda heimsmeistaramót í miðjum heimsfaraldri. „Það á að aflýsa þessu móti. Ég skil ekki hvers vegna er verið að fljúga okkur þagnað og láta okkur spila um verðlaun undir þessum kringumstæðum,“ sagði Aron Pálmarsson í viðtali við þýska miðilinn NDR. Der deutsche Nationalspieler Patrick #Wiencek vom #THWKiel hat sich gegen die Austragung der #HandballWM im Januar in Ägypten ausgesprochen - und ist damit nicht der einzige. https://t.co/0WVTmQUd4J— NDR Sport (@NDRsport) November 16, 2020 Aron er ekki eina handboltastjarnan sem vill hætta við heimsmeistaramótið því í þeim hópi eru líka þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek og hinn króatíski Domagoj Duvnjak sem leikur með THW Kiel. „Það er engin spurning að það á að aflýsa þessu móti. Það eru mikilvægari hlutir en HM, eins og heilsa fólks, og því miður gleymist það fljótt,“ sagði Patrick Wiencek. „Þetta er of hættulegt,“ sagði Domagoj Duvnjak. TV2 í Danmörku segir frá þessum óánægjuröddum meðal bestu handboltamanna heims og þá er líka búist við því að fleiri stjörnur láti heyra í sér á næstunni. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer er aftur á móti í hópi þeirra sem telur að handboltinn þurfi á þessu heimsmeistaramóti að halda. „Á hverju ári þá horfa milljónir á HM í sjónvarpinu og það hjálpar íþróttinni okkar gríðarlega mikið. Við þurfum á þessu móti að halda,“ sagði Uwe Gensheimer. Heimsmeistaramótið í handbolta í janúar átti að vera sögulegt mót því í fyrsta sinn taka þátt í því 32 þjóðir. Mótið er líka haldið í heimalandi forseta Alþjóða handboltasambandsins, Hassan Moustafa, sem eykur líkurnar á því að það verði pressað í gegn. https://t.co/UPtMlAC5RM— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) November 16, 2020 Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er viss um að þessu heimsmeistaramóti verði aldrei frestað. „Málið er að þetta mót á að fara fram í Egyptalandi, hjá doktor Hassan Moustafa. Ég er því hundrað prósent viss um að þetta heimsmeistaramót fari fram. Hann mun ekki aflýsa því,“ sagði Henrik Møllgaard við TV 2 Sport. Stærð mótsins með 32 liðum gerir það enn flóknara verkefni að halda slíkt mót og flækjustigið er mikið ekki síst þegar kórónuveiran herjar að úr öllum áttum. Guðmundur Guðmundsson gat tilkynnt inn 35 leikmenn sem koma til greina í HM-hópinn hans en það eru sjö fleiri en vanalega. Þá verða tuttugu leikmenn í lokahópnum í stað átján eins og venjulega. Bæði kemur til vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM en þrjú efstu liðin komst í milliriðil. Tvö lið úr hverjum milliriðli komast síðan í átta liða úrslit en heimsmeistaramótið klárast síðan á útsláttarkeppni milli átta bestu þjóðanna.
HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira