Átta truflaðir litir sem umbreyta heimilinu Slippfélagið 20. nóvember 2020 08:50 Nýjur litirnir hennar Soffíu Daggar hjá Slippfélaginu eiga allir sameiginlegt að vera hlýjir og notalegir Soffía Dögg Garðarsdóttir gjörbreytti sýningaríbúð með nýjum litum sem hún hefur bætt inn í litakortið sitt hjá Slippfélaginu. Myndirnar tala sínu máli enda er Soffía annáluð smekkmanneskja og stílisti og útfærir hugmyndir sínar meðal annars í nýjum þáttum hér á Vísi, Skreytum hús. Nýju litirnir eiga allir sameiginlegt að vera hlýir og notalegir og segja nöfnin allt sem segja þarf, Ylja, Ró, Ósk og Værð, Mistur, Vænn og svo litirnir Spes og Lekker. Ylja – hlýr og mjúkur litatónn Soffía notaði litinn Ylja á alrýmið og í eldhúsið. Ylja er grátóna og talsvert ljósari útgáfa af litnum Ró. Soffía lýsir honum sem hlýjum, mjúkum og umlykjandi. Hann hentar vel í allt rými þar sem sóst er eftir fallegri hlýju og umfaðmandi stemmingu. Ró – fullkominn svefnherbergislitur Í svefnhebergi segir Soffía litinn Ró eiga fullkomlega við. Liturinn er afar hlýr og í honum fá finna brúna og græna undirtóna. Ró er dekkri en Ylja og gefur dýpt án þess að verða of yfirgnæfandi. Ósk – bleikur en ekki um of Liturinn Ósk fór á veggina í barnaherberginu. Ósk er ljós-muskaður og fölbleikur tónn sem Soffía segir lit drauma sinna, hann sé bleikur án þess að vera of bleikur. Liturinn er kjörinn í barnaherbergi til að skapa rólegt andrúmsloft. Værð – notalegir undirtónar Værð er dekkri útgáfa af litnum Ósk og Soffía málaði annað svefnherbergið í þeim lit. Í Værð má finna fjólubláan og brúnan undirtón sem dáleiða augað. Afar notalegur litatónn í svefnherbergi. Mistur – kyrrð og kósýheit á skrifstofuna Heimaskrifstofan fékk blágráa litinn Mistur. Eins og nafnið bendir til er liturinn muskaður tónn, djúpur og dulúðlegur. Liturinn gefur rýminu róandi yfirbragð og kyrrð sem er gott til að geta einbeitt sér að vinnunni eða skólanum á heimaskrifstofunni. Vænn – grænn eins og náttúran Þennan lit notaði Soffía í skemmtilegt sýningarrými í Rúmfatalagernum. Liturinn hefur sterka tengingu við jörðina og náttúruna og eins og Soffía segir sjálf er liturinn umvefjandi eins og góður sumardagur. Spes – minnir á mosa Liturinn Spes er milli dökkur litur sem hefur einnig sterka tengingu við náttúruna. Hann minnir á mosa og lyng enda má finna í honum grænan og gráan undirtón. Soffía notaði Spes í verkefni fyrr á þessu ári þar sem hún tók hjónaherbergi í gegn og breytti því í notalegt afdrep. Lekker - mildur og fágaður Það er fágaður sjarmi yfir litnum Lekker, eins og nafnið bendir til. Lekker er bleikur með brúnum blæ og mjög mildur og hlýr. Soffía notaði þennan lit í afar fallegt barnaherbergi. Litirnir fást eingöngu í verslunum Slippfélagsins. Meðlimir í facebookhópnum Skreytum hús geta fengið friar prufur af litunum. Hús og heimili Skreytum hús Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Sjá meira
Soffía Dögg Garðarsdóttir gjörbreytti sýningaríbúð með nýjum litum sem hún hefur bætt inn í litakortið sitt hjá Slippfélaginu. Myndirnar tala sínu máli enda er Soffía annáluð smekkmanneskja og stílisti og útfærir hugmyndir sínar meðal annars í nýjum þáttum hér á Vísi, Skreytum hús. Nýju litirnir eiga allir sameiginlegt að vera hlýir og notalegir og segja nöfnin allt sem segja þarf, Ylja, Ró, Ósk og Værð, Mistur, Vænn og svo litirnir Spes og Lekker. Ylja – hlýr og mjúkur litatónn Soffía notaði litinn Ylja á alrýmið og í eldhúsið. Ylja er grátóna og talsvert ljósari útgáfa af litnum Ró. Soffía lýsir honum sem hlýjum, mjúkum og umlykjandi. Hann hentar vel í allt rými þar sem sóst er eftir fallegri hlýju og umfaðmandi stemmingu. Ró – fullkominn svefnherbergislitur Í svefnhebergi segir Soffía litinn Ró eiga fullkomlega við. Liturinn er afar hlýr og í honum fá finna brúna og græna undirtóna. Ró er dekkri en Ylja og gefur dýpt án þess að verða of yfirgnæfandi. Ósk – bleikur en ekki um of Liturinn Ósk fór á veggina í barnaherberginu. Ósk er ljós-muskaður og fölbleikur tónn sem Soffía segir lit drauma sinna, hann sé bleikur án þess að vera of bleikur. Liturinn er kjörinn í barnaherbergi til að skapa rólegt andrúmsloft. Værð – notalegir undirtónar Værð er dekkri útgáfa af litnum Ósk og Soffía málaði annað svefnherbergið í þeim lit. Í Værð má finna fjólubláan og brúnan undirtón sem dáleiða augað. Afar notalegur litatónn í svefnherbergi. Mistur – kyrrð og kósýheit á skrifstofuna Heimaskrifstofan fékk blágráa litinn Mistur. Eins og nafnið bendir til er liturinn muskaður tónn, djúpur og dulúðlegur. Liturinn gefur rýminu róandi yfirbragð og kyrrð sem er gott til að geta einbeitt sér að vinnunni eða skólanum á heimaskrifstofunni. Vænn – grænn eins og náttúran Þennan lit notaði Soffía í skemmtilegt sýningarrými í Rúmfatalagernum. Liturinn hefur sterka tengingu við jörðina og náttúruna og eins og Soffía segir sjálf er liturinn umvefjandi eins og góður sumardagur. Spes – minnir á mosa Liturinn Spes er milli dökkur litur sem hefur einnig sterka tengingu við náttúruna. Hann minnir á mosa og lyng enda má finna í honum grænan og gráan undirtón. Soffía notaði Spes í verkefni fyrr á þessu ári þar sem hún tók hjónaherbergi í gegn og breytti því í notalegt afdrep. Lekker - mildur og fágaður Það er fágaður sjarmi yfir litnum Lekker, eins og nafnið bendir til. Lekker er bleikur með brúnum blæ og mjög mildur og hlýr. Soffía notaði þennan lit í afar fallegt barnaherbergi. Litirnir fást eingöngu í verslunum Slippfélagsins. Meðlimir í facebookhópnum Skreytum hús geta fengið friar prufur af litunum.
Litirnir fást eingöngu í verslunum Slippfélagsins. Meðlimir í facebookhópnum Skreytum hús geta fengið friar prufur af litunum.
Hús og heimili Skreytum hús Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Sjá meira