Þríeykið sendi landsliðunum baráttukveðjur: „Vitum að þið munið skilja allt eftir á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 12:19 Með sigri á Ungverjum komast Íslendingar á þriðja stórmótið í röð. vísir/Hulda Margrét Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sendu íslensku landsliðunum sem verða í eldlínunni í dag góðar kveðjur fyrir hönd þríeykisins svokallaða í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því ungverska í Búdapest í umspili um sæti á EM klukkan 19:45 í kvöld. Með sigri komast Íslendingar á þriðja stórmótið í röð. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Slóveníu á Krít í undankeppni EM klukkan 15:00. „Að lokum langar okkur að senda baráttukveðjur til landsliðanna okkar sem eru að spila í dag,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Þetta er ströng barátta í skugga faraldursins. Ýmislegt hefur komið upp á síðustu daga. Mig langar að senda kveðjur til þessara fulltrúa okkar. Við vitum að þið munið leggja ykkur öll fram, gera ykkar besta, skilja allt eftir á vellinum, sýna sannan baráttuanda og við þurfum svo sannarlega á því að halda hér heima. Gangi ykkur vel.“ Báðir landsleikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi sem og leikur U-21 árs landsliðs karla í fótbolta gegn Ítalíu sem hefst klukkan 13:15. Þá verða bæði leikir A- og U-21 árs landsliðanna í fótbolta sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Körfubolti Tengdar fréttir Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 12:01 Segir að áhorfendaleysið hjálpi Íslendingum Hjörvar Hafliðason telur að það hjálpi Íslendingum að leikurinn gegn Ungverjum fari fram fyrir luktum dyrum. 12. nóvember 2020 11:01 Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39 Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. 12. nóvember 2020 07:41 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sendu íslensku landsliðunum sem verða í eldlínunni í dag góðar kveðjur fyrir hönd þríeykisins svokallaða í lokaorðum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því ungverska í Búdapest í umspili um sæti á EM klukkan 19:45 í kvöld. Með sigri komast Íslendingar á þriðja stórmótið í röð. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Slóveníu á Krít í undankeppni EM klukkan 15:00. „Að lokum langar okkur að senda baráttukveðjur til landsliðanna okkar sem eru að spila í dag,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í dag. „Þetta er ströng barátta í skugga faraldursins. Ýmislegt hefur komið upp á síðustu daga. Mig langar að senda kveðjur til þessara fulltrúa okkar. Við vitum að þið munið leggja ykkur öll fram, gera ykkar besta, skilja allt eftir á vellinum, sýna sannan baráttuanda og við þurfum svo sannarlega á því að halda hér heima. Gangi ykkur vel.“ Báðir landsleikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi sem og leikur U-21 árs landsliðs karla í fótbolta gegn Ítalíu sem hefst klukkan 13:15. Þá verða bæði leikir A- og U-21 árs landsliðanna í fótbolta sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Körfubolti Tengdar fréttir Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 12:01 Segir að áhorfendaleysið hjálpi Íslendingum Hjörvar Hafliðason telur að það hjálpi Íslendingum að leikurinn gegn Ungverjum fari fram fyrir luktum dyrum. 12. nóvember 2020 11:01 Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39 Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. 12. nóvember 2020 07:41 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 12:01
Segir að áhorfendaleysið hjálpi Íslendingum Hjörvar Hafliðason telur að það hjálpi Íslendingum að leikurinn gegn Ungverjum fari fram fyrir luktum dyrum. 12. nóvember 2020 11:01
Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39
Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. 12. nóvember 2020 07:41