Svarar gagnrýninni á kakóathafnir: „Getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2020 10:01 Helgi Jean Claessen er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer hann um víðan völl í viðtalinu. vísir/vilhelm Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira. Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira.
Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31