Ísland á tvo markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 10:00 Landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru að gera góða hluti í þýsku deildinni en næstu leikur þeirra verður í íslenska landsliðsbúningnum. Getty/Samsett Íslensku landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í dag í efstu tveimur sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku bundesligunnar í handbolta. Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru báðir markahæstir hjá sínum liðum í gærkvöldi. Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir TVB Stuttgart í 30-24 heimasigri á hans gamla félagi DHfK Leipzig. Bjarki Már Elísson skoraði líka sjö mörk þegar lið hans TBV Lemgo gerði 28-29 jafntefli við Göppingen á útivelli. Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 44 mörk í 6 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur tveggja marka forskot á Bjarka sem hefur einnig spilað sex leiki. Það eru síðan þrjú mörk í Svíann Niclas Ekberg sem á leiki inni á íslensku strákanna. Viggó Kristjánsson hefur nýtt 63,8 prósent skota sinna en 17 af 44 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Hann hefur síðan skorað 20 mörk með langskotum og 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Viggó hefur nýtt 94 prósent af vítaskotum sínum. View this post on Instagram Guten Morgen! Unsere Torschützen von gestern Abend: Bjarki (7/1), Tim (6), Jonathan (5), Bobby (4), Ceder (4), Andrej (1) und Isa (1). Jürgen Weber #tbvlemgolippe #tbv #lemgo #lippe #handball #bundesliga #liquimolyhbl #tor #tore #GemeinsamStark A post shared by TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgo1911) on Oct 30, 2020 at 12:07am PDT Bjarki Már Elísson hefur nýtt 66,7 prósent skota sinna og aðeins 7 af 42 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Bjarki hefur skorað langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða tuttugu en hann er síðan með 9 mörk úr horni, 3 mörk af línu og 2 með langskotum. Bjarki þarf að bæta vítanýtingu sína en hún er aðeins 53,8% prósent í fyrstu sex umferðunum og Bjarki væri væntanlega markahæstur með betri vítanýtingu. Bjarki Már varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Sigurður Valur Sveinsson (1984-85) og Guðjón Valur Sigurðsson (2005-06) hafa einnig náð því að verða markakóngar deildarinnar. Næst á dagskrá hjá þeim félögum er að ferðast heim til Íslands til að spila með íslenska landsliðinu á móti Litháen í undankeppni EM. Sá leikur fer fram í næstu viku. View this post on Instagram @kristjansson73 freut sich über den ersten Heimsieg in der neuen Saison und @schesni22 spricht unter anderem über die Rückkehr in seine alte Wirkungsstätte. #stimmen #voices #sieg #win #handball #bundesliga #gostuttgart A post shared by TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) on Oct 7, 2020 at 12:31pm PDT Þýski handboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í dag í efstu tveimur sætunum á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku bundesligunnar í handbolta. Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru báðir markahæstir hjá sínum liðum í gærkvöldi. Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir TVB Stuttgart í 30-24 heimasigri á hans gamla félagi DHfK Leipzig. Bjarki Már Elísson skoraði líka sjö mörk þegar lið hans TBV Lemgo gerði 28-29 jafntefli við Göppingen á útivelli. Viggó Kristjánsson er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 44 mörk í 6 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur tveggja marka forskot á Bjarka sem hefur einnig spilað sex leiki. Það eru síðan þrjú mörk í Svíann Niclas Ekberg sem á leiki inni á íslensku strákanna. Viggó Kristjánsson hefur nýtt 63,8 prósent skota sinna en 17 af 44 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Hann hefur síðan skorað 20 mörk með langskotum og 4 mörk úr hraðaupphlaupum. Viggó hefur nýtt 94 prósent af vítaskotum sínum. View this post on Instagram Guten Morgen! Unsere Torschützen von gestern Abend: Bjarki (7/1), Tim (6), Jonathan (5), Bobby (4), Ceder (4), Andrej (1) und Isa (1). Jürgen Weber #tbvlemgolippe #tbv #lemgo #lippe #handball #bundesliga #liquimolyhbl #tor #tore #GemeinsamStark A post shared by TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgo1911) on Oct 30, 2020 at 12:07am PDT Bjarki Már Elísson hefur nýtt 66,7 prósent skota sinna og aðeins 7 af 42 mörkum hans hafa komið af vítalínunni. Bjarki hefur skorað langflest hraðaupphlaupsmörk í deildinni eða tuttugu en hann er síðan með 9 mörk úr horni, 3 mörk af línu og 2 með langskotum. Bjarki þarf að bæta vítanýtingu sína en hún er aðeins 53,8% prósent í fyrstu sex umferðunum og Bjarki væri væntanlega markahæstur með betri vítanýtingu. Bjarki Már varð markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Sigurður Valur Sveinsson (1984-85) og Guðjón Valur Sigurðsson (2005-06) hafa einnig náð því að verða markakóngar deildarinnar. Næst á dagskrá hjá þeim félögum er að ferðast heim til Íslands til að spila með íslenska landsliðinu á móti Litháen í undankeppni EM. Sá leikur fer fram í næstu viku. View this post on Instagram @kristjansson73 freut sich über den ersten Heimsieg in der neuen Saison und @schesni22 spricht unter anderem über die Rückkehr in seine alte Wirkungsstätte. #stimmen #voices #sieg #win #handball #bundesliga #gostuttgart A post shared by TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) on Oct 7, 2020 at 12:31pm PDT
Þýski handboltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira