„Vildu kenna mér hvernig raunverulegir karlmenn gætu læknað eina lesbíu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 11:29 Magga Pála hefur sannarlega gengið í gegnum erfiða tíma. Margrét Pála hefur um árabil rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun barna og var hún ein fyrsta opinbera lesbían á Íslandi. Í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar segir hún frá því hvað samkynhneigt fólk mátti þola á Íslandi á sínum tíma. ,,Það var Breiðavík víðar en fyrir vestan. Hommarnir voru lamdir niðri í miðbæ án þess að nokkuð væri gert í því, gay fólk var missandi atvinnu og húsnæði og hent út af veitingastöðum og það var hvergi nein verndarlöggjöf eða réttindi fram til 1996,“ segir Margrét. Særði okkur djúpt „Ekkert sem viðurkenndi tilvist okkar, nema að lágmarksaldur til kynlífs var hærri hjá samkynhneigðum en öðrum. En að við værum viðurkennd eins og aðrir þegnar gerist í raun ekki fyrr en 1996. Mér þætti ágætt að ríkisstjórn Íslands myndi biðjast afsökunar á því varnarleysi og skorti á vernd og virðingu sem við bjuggum við á þessum tíma. Þjóðkirkjan er svo önnur opinber stofnun sem særði okkur djúpt. Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni og svo voru hópar sem stunduðu það að lemja hommana niðri í bæ og karlfjandar sem réðust að mér og vildu kenna mér hvernig raunverulegir karlmenn gætu læknað eina lesbíu. En allt þetta má svo sem skilja, en þegar heil stofnun sem á ekki að þjóna neinu nema kærleikanum fór sömu leið, það var erfiðara að kyngja því og kirkjan á í raun enn eftir að gera þessi mál upp heiðarlega.“ Hún segir erfitt fyrir þá sem hafa ekki upplifað hluti af þessu tagi að skilja tilfinninguna sem því fylgir að fólk hætti allt í einu að hlusta á þig og taka mark á þér. „Ég stefndi á pólitík í gamla daga þegar ég var í Alþýðubandalaginu, en svo kom ég úr felum og allt í einu hringdi bara enginn í mig lengur. Þetta er upplifun sem er erfitt að lýsa, af því að hún er svo ótrúleg. Þú talar við fólk og finnur að allt í einu eru allir hættir að hlusta á þig. Ég hafði verið afar vinsæl og taldi að pólitík væri leiðin til að breyta heiminum, en þetta var bara mjög einfalt. Ég átti sæti í fjölda nefnda og var í framkvæmdastjórn flokksins, en skyndilega var bara hætt að hringja og mér var ekki boðið að taka þátt í neinu lengur. Það var einn maður sem þorði að segja þetta beint við mig, að vísu var hann fullur: „Það er eins gott að þú ert hins segin, af því að þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af stöðunni minni.“ Fyrir þá sem hafa ekki prófað þetta er erfitt að útskýra hvernig það er að verða ,,Persona non grada”. Þrátt fyrir þetta segir Margrét að það hafi aldrei verið valkostur fyrir sig að koma ekki út úr skápnum. Fyllist mikilli skelfingu „Þegar ég finn minn sannleika, þá bara segi ég hann. Þannig að það var aldrei val fyrir mig að koma ekki út úr skápnum. Þegar ég átta mig á því 26 ára gömul að ég er samkynhneigð fyllist ég mikilli skelfingu gagnvart umhverfinu og gagnvart minnar framtíðar, en það leið ekki vika þar til ég var búin að biðja manninn minn um skilnað. Þegar ég kyssti í fyrsta sinn konu, þá skildi ég líf mitt á augnabliki. En það tók tíma að koma að fullu út úr skápnum. Ég var bæði hrædd um að missa forræði yfir dóttur minni og ég var í viðkvæmu starfi og það voru líka góðar líkur á að ég myndi tapa vinnunni, þannig að ég fyrirgef mér það alveg að það hafi tekið tíma að koma alveg úr felum.“ Margrét hefur sem fyrr segir rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun í áraraðir og þúsundir ánægðra foreldra hafa nú sent börn sín í skóla Hjallastefnunnar sem Margrét stofnaði. Í þættinum ræða Sölvi og Margrét um það hvernig öll hennar tækifæri voru tekin af henni á einum degi vegna fordóma á tímum sem voru allt aðrir en í dag. Þau fara jafnframt yfir mikilvægi þess að hrista upp í menntakerfinu, hlusta á börn og þora að fara gegn straumnum. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Margrét Pála hefur um árabil rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun barna og var hún ein fyrsta opinbera lesbían á Íslandi. Í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar segir hún frá því hvað samkynhneigt fólk mátti þola á Íslandi á sínum tíma. ,,Það var Breiðavík víðar en fyrir vestan. Hommarnir voru lamdir niðri í miðbæ án þess að nokkuð væri gert í því, gay fólk var missandi atvinnu og húsnæði og hent út af veitingastöðum og það var hvergi nein verndarlöggjöf eða réttindi fram til 1996,“ segir Margrét. Særði okkur djúpt „Ekkert sem viðurkenndi tilvist okkar, nema að lágmarksaldur til kynlífs var hærri hjá samkynhneigðum en öðrum. En að við værum viðurkennd eins og aðrir þegnar gerist í raun ekki fyrr en 1996. Mér þætti ágætt að ríkisstjórn Íslands myndi biðjast afsökunar á því varnarleysi og skorti á vernd og virðingu sem við bjuggum við á þessum tíma. Þjóðkirkjan er svo önnur opinber stofnun sem særði okkur djúpt. Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni og svo voru hópar sem stunduðu það að lemja hommana niðri í bæ og karlfjandar sem réðust að mér og vildu kenna mér hvernig raunverulegir karlmenn gætu læknað eina lesbíu. En allt þetta má svo sem skilja, en þegar heil stofnun sem á ekki að þjóna neinu nema kærleikanum fór sömu leið, það var erfiðara að kyngja því og kirkjan á í raun enn eftir að gera þessi mál upp heiðarlega.“ Hún segir erfitt fyrir þá sem hafa ekki upplifað hluti af þessu tagi að skilja tilfinninguna sem því fylgir að fólk hætti allt í einu að hlusta á þig og taka mark á þér. „Ég stefndi á pólitík í gamla daga þegar ég var í Alþýðubandalaginu, en svo kom ég úr felum og allt í einu hringdi bara enginn í mig lengur. Þetta er upplifun sem er erfitt að lýsa, af því að hún er svo ótrúleg. Þú talar við fólk og finnur að allt í einu eru allir hættir að hlusta á þig. Ég hafði verið afar vinsæl og taldi að pólitík væri leiðin til að breyta heiminum, en þetta var bara mjög einfalt. Ég átti sæti í fjölda nefnda og var í framkvæmdastjórn flokksins, en skyndilega var bara hætt að hringja og mér var ekki boðið að taka þátt í neinu lengur. Það var einn maður sem þorði að segja þetta beint við mig, að vísu var hann fullur: „Það er eins gott að þú ert hins segin, af því að þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af stöðunni minni.“ Fyrir þá sem hafa ekki prófað þetta er erfitt að útskýra hvernig það er að verða ,,Persona non grada”. Þrátt fyrir þetta segir Margrét að það hafi aldrei verið valkostur fyrir sig að koma ekki út úr skápnum. Fyllist mikilli skelfingu „Þegar ég finn minn sannleika, þá bara segi ég hann. Þannig að það var aldrei val fyrir mig að koma ekki út úr skápnum. Þegar ég átta mig á því 26 ára gömul að ég er samkynhneigð fyllist ég mikilli skelfingu gagnvart umhverfinu og gagnvart minnar framtíðar, en það leið ekki vika þar til ég var búin að biðja manninn minn um skilnað. Þegar ég kyssti í fyrsta sinn konu, þá skildi ég líf mitt á augnabliki. En það tók tíma að koma að fullu út úr skápnum. Ég var bæði hrædd um að missa forræði yfir dóttur minni og ég var í viðkvæmu starfi og það voru líka góðar líkur á að ég myndi tapa vinnunni, þannig að ég fyrirgef mér það alveg að það hafi tekið tíma að koma alveg úr felum.“ Margrét hefur sem fyrr segir rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun í áraraðir og þúsundir ánægðra foreldra hafa nú sent börn sín í skóla Hjallastefnunnar sem Margrét stofnaði. Í þættinum ræða Sölvi og Margrét um það hvernig öll hennar tækifæri voru tekin af henni á einum degi vegna fordóma á tímum sem voru allt aðrir en í dag. Þau fara jafnframt yfir mikilvægi þess að hrista upp í menntakerfinu, hlusta á börn og þora að fara gegn straumnum.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira