Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 11:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir var í mörg ár ein besta sundkona landsins og hefur meðal annars farið á tvenna Ólympíuleika. vísir/vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarin ár hefur hún starfað töluvert sem fyrirsæta. Í sundinu og fyrirsætubransanum fylgir mikil pressa og þá sérstaklega þegar kemur að útliti og þyngd. Ragnheiður segist hafa lent í vandræðum með það. „Þetta er því miður vandamál sem er ekki bara hjá leikkonum, fyrirsætum, íþróttamönnum, heldur bara hjá konum. Að finna fyrir þessari pressu að vera í ákveðnu formi eða líta út svona eða hinsegin. Átraskanir eru því miður algengari heldur en maður vill að þær séu,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ragnheiður Ragnarsdóttir „Ég höndlaði þetta ekki nægilega vel og á tíma var ég með átröskun. Þú ert með þjálfara, umboðsmenn og hina og þessa að segja manni að gera ekki hlutina svona og maður fer í einhvern graut inni í sér. Ég fór í afmæli og langaði að fá mér köku og þá fer maður í samviskubitið og borðar ekki neitt í tvo daga. Maður fer í búlimíu, anorexíu eða hvað það er,“ segir Ragnheiður sem kastaði oft á tíðum matnum upp rétt eftir að hafa fengið sér að borða. „Það er víst algengara en ég hélt hjá sundkonum og ég komst að því. Ég veit kannski meira um sundkonur heldur en aðrar íþróttakonur. Í íþróttum er þetta kannski algengara en maður myndi halda. Ég fór mjög snemma að huga að matarræði og borða eftir ákveðnu prógrammi. Rosalega fjölbreytt og hollt og ég var ekki að hakka í mig pasta eða sykri. Þegar það síðan gerðist, þá kom samviskubitið og maður fór alveg í kleinu. Ég hef lært mikið af þessu og vildi að ég gæti sagt fleiri íþróttakonum að kynna sér þetta vel og ekki detta í þessa gryfju því það er hræðilegt að díla við svona og ströggla við svona.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Fleiri fréttir „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarin ár hefur hún starfað töluvert sem fyrirsæta. Í sundinu og fyrirsætubransanum fylgir mikil pressa og þá sérstaklega þegar kemur að útliti og þyngd. Ragnheiður segist hafa lent í vandræðum með það. „Þetta er því miður vandamál sem er ekki bara hjá leikkonum, fyrirsætum, íþróttamönnum, heldur bara hjá konum. Að finna fyrir þessari pressu að vera í ákveðnu formi eða líta út svona eða hinsegin. Átraskanir eru því miður algengari heldur en maður vill að þær séu,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ragnheiður Ragnarsdóttir „Ég höndlaði þetta ekki nægilega vel og á tíma var ég með átröskun. Þú ert með þjálfara, umboðsmenn og hina og þessa að segja manni að gera ekki hlutina svona og maður fer í einhvern graut inni í sér. Ég fór í afmæli og langaði að fá mér köku og þá fer maður í samviskubitið og borðar ekki neitt í tvo daga. Maður fer í búlimíu, anorexíu eða hvað það er,“ segir Ragnheiður sem kastaði oft á tíðum matnum upp rétt eftir að hafa fengið sér að borða. „Það er víst algengara en ég hélt hjá sundkonum og ég komst að því. Ég veit kannski meira um sundkonur heldur en aðrar íþróttakonur. Í íþróttum er þetta kannski algengara en maður myndi halda. Ég fór mjög snemma að huga að matarræði og borða eftir ákveðnu prógrammi. Rosalega fjölbreytt og hollt og ég var ekki að hakka í mig pasta eða sykri. Þegar það síðan gerðist, þá kom samviskubitið og maður fór alveg í kleinu. Ég hef lært mikið af þessu og vildi að ég gæti sagt fleiri íþróttakonum að kynna sér þetta vel og ekki detta í þessa gryfju því það er hræðilegt að díla við svona og ströggla við svona.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Fleiri fréttir „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Sjá meira