„Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 20:01 Björgvin Franz og Edda Björgvins munu skemmta landsmönnum í vetur. Vísir Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira