Jemen: Rúmlega eitt þúsund fyrrverandi fangar fluttir heim Heimsljós 16. október 2020 10:51 Rauði krossinn Verið er að flytja rúmlega eitt þúsund einstaklinga sem hafa verið í haldi í tengslum við átök í Jemen til síns heima með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Þetta er stærsta einstök aðgerð sinnar tegundar frá því átökin hófust í Jemen fyrir fimm og hálfu ári og hægt er fylgjast með henni í rauntíma. Alþjóðaráðið sér um flug til og frá nokkrum borgum í tveimur löndum – Jemen og Sádi-Arabíu. Lausn fanganna kemur í kjölfar viðræðna í Montreux í Sviss í síðasta mánuði sem byggðu á grunni Stokkhólmssamningsins frá seinni hluta ársins 2018. Hlutverk Alþjóðaráðsins í aðgerðinni er að starfa sem hlutlaus milliliður við flutning fyrrum fanga. Af hálfu Alþjóðaráðsins eru tekin viðtöl við einstaklingana og þeir fara í heilsufarsskoðun til að fá vissu fyrir því að þeir vilji vera fluttir heim og séu nógu heilbrigðir til þess. Alþjóðaráðið veitir þeim einnig föt, hreinlætisvörur og peninga fyrir flutningi heim. Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi dreifir Alþjóðaráðið hlífðarbúnaði og sinnir sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum í flugvélum og á flugvöllum til verndar gegn COVID-19 smitum. Heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar frá jemenska Rauða hálfmánanum og sádi-arabíska Rauða hálfmánanum veita aðstoð við flutningana, þar á meðal að hjálpa veikburða föngum til og frá borði og annast sjúkraflutninga. Hér má fylgjast með aðgerðinni í beinni: https://twitter.com/ICRC/status/1316721015708356613 https://twitter.com/ICRC_ye https://twitter.com/ICRC_kw Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent
Verið er að flytja rúmlega eitt þúsund einstaklinga sem hafa verið í haldi í tengslum við átök í Jemen til síns heima með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Þetta er stærsta einstök aðgerð sinnar tegundar frá því átökin hófust í Jemen fyrir fimm og hálfu ári og hægt er fylgjast með henni í rauntíma. Alþjóðaráðið sér um flug til og frá nokkrum borgum í tveimur löndum – Jemen og Sádi-Arabíu. Lausn fanganna kemur í kjölfar viðræðna í Montreux í Sviss í síðasta mánuði sem byggðu á grunni Stokkhólmssamningsins frá seinni hluta ársins 2018. Hlutverk Alþjóðaráðsins í aðgerðinni er að starfa sem hlutlaus milliliður við flutning fyrrum fanga. Af hálfu Alþjóðaráðsins eru tekin viðtöl við einstaklingana og þeir fara í heilsufarsskoðun til að fá vissu fyrir því að þeir vilji vera fluttir heim og séu nógu heilbrigðir til þess. Alþjóðaráðið veitir þeim einnig föt, hreinlætisvörur og peninga fyrir flutningi heim. Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi dreifir Alþjóðaráðið hlífðarbúnaði og sinnir sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum í flugvélum og á flugvöllum til verndar gegn COVID-19 smitum. Heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar frá jemenska Rauða hálfmánanum og sádi-arabíska Rauða hálfmánanum veita aðstoð við flutningana, þar á meðal að hjálpa veikburða föngum til og frá borði og annast sjúkraflutninga. Hér má fylgjast með aðgerðinni í beinni: https://twitter.com/ICRC/status/1316721015708356613 https://twitter.com/ICRC_ye https://twitter.com/ICRC_kw Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent