Deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin sín í fyrirspurnum í Mæðra tips! Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2020 13:31 Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir lögfræðingur segir mikilvægt að muna rétt barna til friðhelgis einkalífs. Myndin er samsett og barnið á myndinni tengist fréttinni ekki beint. Aðsent-Getty „Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook,“ skrifar Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir í skoðanapistli sem birtist á Vísi í dag. Vigdís er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar og í greininni fjallar hún um aukningu þess á undanförnum árum að Íslendingar noti lokaða Facebook hópa til að miðla ráðum. Nefnir sem dæmi lokaða hópa eins og Skreytum hús með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi. Ræðir hún sérstaklega hópinn Mæðra tips! sem er með um 21.000 meðlimi þegar þetta er skrifað sem er umræðuvettvangur þar sem mæður og verðandi mæður leita ráða, meðal annars tengdum viðkvæmum persónuupplýsingum barna eins og tengdum heilsufari. Leita ráða á kostnað friðhelgis barnsins „Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera.“ Vigdís segir að fjöldi fyrirspurna snúi að viðkvæmum persónuupplýsingum og allir 21 þúsund meðlimir hópsins geti þá séð þær. „Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa.“ Foreldrarnir hafa stjórnina Þó að mynd fylgi ekki með öllum fyrirspurnum er að hennar mati ekki erfitt að fara inn á Facebook prófíl viðkomandi og sjá þar frekari upplýsingar um barnið og jafnvel myndir. „Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja.“ Í lýsingu hópsins Mæðratips eru meðlimir hvattir til þess að virða trúnað. Skjáskot eru ekki leyfð, en erfitt er fyrir stjórnendur hópsins að koma í veg fyrir slíkt.Skjáskot Taka skal fram að einnig er til hópurinn Feðratips á Facebook og þar eru rúmlega 7.600 meðlimir. Feður gefa þar ráð og ræða málefni tengt börnum. Sumar færslurnar eru mjög persónulegar og tengjast til dæmis tálmun mæðra á umgengni við börn. Ófyrirséðar afleiðingar Unnur Sif Hjartardóttir skilaði fyrr á þessu ári meistaraverkefni í lögfræði með titilinn Friðhelgi einkalífs barna í nútímasamfélagi. Persónuupplýsingar barna og markaðssetning áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Í helgarviðtali hér á Vísi sagði hún að hagsmunir barns til friðhelgi einkalífs ættu að vega þyngra heldur en fjárhagslegir hagsmunir áhrifavalds til að nota barnið sitt í markaðsefni. Að hennar mati þarf að breyta lagarammanum til þess að hann verndi börnin betur varðandi birtingu mynda og persónuupplýsinga. „Ég held að það séu alveg skýr markmið að það þurfi að vernda friðhelgi einkalífs barna, hins vegar má alltaf gera betur. Miðað við nútímasamfélagið sem við búum við í dag þá eru bara komin ýmis álitamál sem ekki voru hér áður fyrr. En lagarammar geta ólíklega verndað friðhelgi einkalífs með fullum hætti, sérstaklega með tilliti til forsjá foreldra, það þarf heilt samfélag.“ Segir að birting á viðkvæmum persónuupplýsingum barna geti haft ófyrirsjáanleg áhrif á þau. „Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Hún minnir á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Það skiptir líka máli hvar þessar upplýsingar eru birtar, en ekki allir lesa notendaskilmála Facebook. „Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar.“ Hægt er að lesa skoðanagrein Vigdísar í heild sinni HÉR. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Persónuvernd Tengdar fréttir Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. 12. október 2020 12:01 Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook,“ skrifar Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir í skoðanapistli sem birtist á Vísi í dag. Vigdís er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar og í greininni fjallar hún um aukningu þess á undanförnum árum að Íslendingar noti lokaða Facebook hópa til að miðla ráðum. Nefnir sem dæmi lokaða hópa eins og Skreytum hús með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi. Ræðir hún sérstaklega hópinn Mæðra tips! sem er með um 21.000 meðlimi þegar þetta er skrifað sem er umræðuvettvangur þar sem mæður og verðandi mæður leita ráða, meðal annars tengdum viðkvæmum persónuupplýsingum barna eins og tengdum heilsufari. Leita ráða á kostnað friðhelgis barnsins „Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera.“ Vigdís segir að fjöldi fyrirspurna snúi að viðkvæmum persónuupplýsingum og allir 21 þúsund meðlimir hópsins geti þá séð þær. „Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa.“ Foreldrarnir hafa stjórnina Þó að mynd fylgi ekki með öllum fyrirspurnum er að hennar mati ekki erfitt að fara inn á Facebook prófíl viðkomandi og sjá þar frekari upplýsingar um barnið og jafnvel myndir. „Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja.“ Í lýsingu hópsins Mæðratips eru meðlimir hvattir til þess að virða trúnað. Skjáskot eru ekki leyfð, en erfitt er fyrir stjórnendur hópsins að koma í veg fyrir slíkt.Skjáskot Taka skal fram að einnig er til hópurinn Feðratips á Facebook og þar eru rúmlega 7.600 meðlimir. Feður gefa þar ráð og ræða málefni tengt börnum. Sumar færslurnar eru mjög persónulegar og tengjast til dæmis tálmun mæðra á umgengni við börn. Ófyrirséðar afleiðingar Unnur Sif Hjartardóttir skilaði fyrr á þessu ári meistaraverkefni í lögfræði með titilinn Friðhelgi einkalífs barna í nútímasamfélagi. Persónuupplýsingar barna og markaðssetning áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Í helgarviðtali hér á Vísi sagði hún að hagsmunir barns til friðhelgi einkalífs ættu að vega þyngra heldur en fjárhagslegir hagsmunir áhrifavalds til að nota barnið sitt í markaðsefni. Að hennar mati þarf að breyta lagarammanum til þess að hann verndi börnin betur varðandi birtingu mynda og persónuupplýsinga. „Ég held að það séu alveg skýr markmið að það þurfi að vernda friðhelgi einkalífs barna, hins vegar má alltaf gera betur. Miðað við nútímasamfélagið sem við búum við í dag þá eru bara komin ýmis álitamál sem ekki voru hér áður fyrr. En lagarammar geta ólíklega verndað friðhelgi einkalífs með fullum hætti, sérstaklega með tilliti til forsjá foreldra, það þarf heilt samfélag.“ Segir að birting á viðkvæmum persónuupplýsingum barna geti haft ófyrirsjáanleg áhrif á þau. „Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Hún minnir á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Það skiptir líka máli hvar þessar upplýsingar eru birtar, en ekki allir lesa notendaskilmála Facebook. „Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar.“ Hægt er að lesa skoðanagrein Vigdísar í heild sinni HÉR.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Persónuvernd Tengdar fréttir Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. 12. október 2020 12:01 Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. 12. október 2020 12:01
Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“