„Snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 07:02 Indíana Nanna hjálpar fólki að hreyfa sig og það heima. „Þegar við skiptum yfir í heimaæfingar er mikilvægt að halda sömu rútínu og þegar þú varst að mæta í ræktina eða á aðrar æfingar. Gerðu æfingaaðstöðuna þína aðlaðandi með því,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir einka- og hóptímaþjálfari og stofnandi GoMove Iceland. Hún segir að Íslendingar geti vel haldið sér í formi með því að æfa heima en nú eru allar líkamsræktarstöðvar lokaðar. Indíana færir allt til í stofunni fyrir heimaæfinguna. „Það er mjög krefjandi að æfa heima hjá sér og það er auðvelt að finna ástæður fyrir því að sleppa því bara. En þetta snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið. Ef þú hefur ástæðu, eins og að huga að heilsunni sem hefur aldrei verið mikilvægara, er alltaf hægt að finna lausnir. Ég hvet alla sem æfa hjá mér í heimaþjálfun til þess að undirbúa sig í raun alveg eins og þau væru að fara að mæta eitthvert á æfingu. Gott er að ákveða hvar þú ætlar að æfa á heimilinu, ég til dæmis færi til allt í stofunni hjá mér og set upp litla aðstöðu á stofugólfinu. Vertu búin að finna til æfingafötin þín jafnvel kvöldinu áður, fylltu vatnsbrúsa og gerðu þig til alveg eins og þú myndir gera venjulega. Komdu þér í gírinn,“ segir Indíana sem birtir reglulega æfingaefni á Instagram-síðu sinni. Hvernig æfingar er hægt að gera heima? „Allir geta gert æfingar með eigin líkamsþyngd (bodyweight) og æfingabankinn þegar kemur að þeim er í raun endalaus. Líklega á hálft Ísland núna einhverjar æfingagræjur eins og ketilbjöllu eða handlóð og þá er skemmtilegt að bæta þeim inn fyrir fjölbreytileika. Þú ferð mjög langt með eina bjöllu og sippuband. Á æfingum hjá mér er bæði hægt að notast eingöngu við eigin líkamsþyngd og svo er hægt að bæta við búnaði ef fólk á það til heima hjá sér.“ View this post on Instagram Live Heimaþjálfun fer á fullt aftur á morgun, þriðjudaginn 6. október. 5 æfingar á viku næstu 2 vikurnar. Þjálfað í lokuðum FB hóp. Allar upptökur vistast inni ótímabundið svo þú getur æft með mér hvenær sem þér hentar best! 🥰 Verð fyrir 2 vikur er 8.450. Innifalið er: - 5 æfingar í beinni þjálfaðar af mér - Aðgangur að lokuðum FB hóp þar sem allar æfingarnar eru þjálfaðar og vistast - Aðgangur að appi þar sem allar æfingarnar koma inn kvöldinu áður (pepp!) Sendu mér ,,Ég er með heima!” Í DM ef þú vilt æfa með mér næstu 2 vikurnar ⚡️ A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Oct 5, 2020 at 3:27am PDT Hún segir að það sé vel hægt að ná eins góðri æfingu heima og í líkamsræktarstöð. „Og jafnvel oft betri æfingum. Gott er að leggja áherslu á að vinna hægar og ná betri stjórn á hreyfingu. Hraði felur oft veikleika og þetta er tækifæri fyrir okkur til að hægja aðeins á og breyta aðeins til,“ segir Indíana sem hefur tekið eftir því að fólk æfir mun meira heima hjá sér en áður. View this post on Instagram @gomoveiceland www.gomove.is A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Sep 23, 2020 at 3:24am PDT „Það hefur klárlega aukist. Ég held þó að það sé alltaf stór hluti sem endi á því að gera voða lítið. Það er óþarfi að vera með samviskubit yfir því ef þú finnur alls enga löngun til þess að æfa heima. Gerðu það sem þú getur og hreyfðu þig. Þú þarft ekki að æfa en það þurfa allir að hreyfa sig og geta farið í göngutúr eða hjólatúr.“ Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Menning Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Þegar við skiptum yfir í heimaæfingar er mikilvægt að halda sömu rútínu og þegar þú varst að mæta í ræktina eða á aðrar æfingar. Gerðu æfingaaðstöðuna þína aðlaðandi með því,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir einka- og hóptímaþjálfari og stofnandi GoMove Iceland. Hún segir að Íslendingar geti vel haldið sér í formi með því að æfa heima en nú eru allar líkamsræktarstöðvar lokaðar. Indíana færir allt til í stofunni fyrir heimaæfinguna. „Það er mjög krefjandi að æfa heima hjá sér og það er auðvelt að finna ástæður fyrir því að sleppa því bara. En þetta snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið. Ef þú hefur ástæðu, eins og að huga að heilsunni sem hefur aldrei verið mikilvægara, er alltaf hægt að finna lausnir. Ég hvet alla sem æfa hjá mér í heimaþjálfun til þess að undirbúa sig í raun alveg eins og þau væru að fara að mæta eitthvert á æfingu. Gott er að ákveða hvar þú ætlar að æfa á heimilinu, ég til dæmis færi til allt í stofunni hjá mér og set upp litla aðstöðu á stofugólfinu. Vertu búin að finna til æfingafötin þín jafnvel kvöldinu áður, fylltu vatnsbrúsa og gerðu þig til alveg eins og þú myndir gera venjulega. Komdu þér í gírinn,“ segir Indíana sem birtir reglulega æfingaefni á Instagram-síðu sinni. Hvernig æfingar er hægt að gera heima? „Allir geta gert æfingar með eigin líkamsþyngd (bodyweight) og æfingabankinn þegar kemur að þeim er í raun endalaus. Líklega á hálft Ísland núna einhverjar æfingagræjur eins og ketilbjöllu eða handlóð og þá er skemmtilegt að bæta þeim inn fyrir fjölbreytileika. Þú ferð mjög langt með eina bjöllu og sippuband. Á æfingum hjá mér er bæði hægt að notast eingöngu við eigin líkamsþyngd og svo er hægt að bæta við búnaði ef fólk á það til heima hjá sér.“ View this post on Instagram Live Heimaþjálfun fer á fullt aftur á morgun, þriðjudaginn 6. október. 5 æfingar á viku næstu 2 vikurnar. Þjálfað í lokuðum FB hóp. Allar upptökur vistast inni ótímabundið svo þú getur æft með mér hvenær sem þér hentar best! 🥰 Verð fyrir 2 vikur er 8.450. Innifalið er: - 5 æfingar í beinni þjálfaðar af mér - Aðgangur að lokuðum FB hóp þar sem allar æfingarnar eru þjálfaðar og vistast - Aðgangur að appi þar sem allar æfingarnar koma inn kvöldinu áður (pepp!) Sendu mér ,,Ég er með heima!” Í DM ef þú vilt æfa með mér næstu 2 vikurnar ⚡️ A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Oct 5, 2020 at 3:27am PDT Hún segir að það sé vel hægt að ná eins góðri æfingu heima og í líkamsræktarstöð. „Og jafnvel oft betri æfingum. Gott er að leggja áherslu á að vinna hægar og ná betri stjórn á hreyfingu. Hraði felur oft veikleika og þetta er tækifæri fyrir okkur til að hægja aðeins á og breyta aðeins til,“ segir Indíana sem hefur tekið eftir því að fólk æfir mun meira heima hjá sér en áður. View this post on Instagram @gomoveiceland www.gomove.is A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Sep 23, 2020 at 3:24am PDT „Það hefur klárlega aukist. Ég held þó að það sé alltaf stór hluti sem endi á því að gera voða lítið. Það er óþarfi að vera með samviskubit yfir því ef þú finnur alls enga löngun til þess að æfa heima. Gerðu það sem þú getur og hreyfðu þig. Þú þarft ekki að æfa en það þurfa allir að hreyfa sig og geta farið í göngutúr eða hjólatúr.“
Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Menning Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira