Elsta íslenska landslið sögunnar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 12:00 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur boltanum í burtu en miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson fylgjast vel með. Vísir/Hulda Margrét Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira