Engar afsakanir hjá þjálfara Rúmena Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 21:18 Þjálfari Rúmena á hliðarlínunni í kvöld. Rúmenar áttu eitt skot á markið úr vítaspyrnu. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir spurningar fjölmiðlamanna um dómgæslu og vallaraðstæður hafði Mirel Radoi, þjálfari Rúmeníu, engan áhuga á að nota annað en spilamennsku sinna manna sem ástæðu fyrir tapinu gegn Íslandi. „Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við vitum hvað þeir eru þéttir fyrir í sínu 4-4-2 kerfi, náðum nokkrum sóknum en vorum of hægir. Þá töpuðum við boltanum sjö sinnum í fyrri hálfleik og fjórum sinnum leiddi það til skyndisókna,“ sagði Radoi. Rúmenar fengu eina vítaspyrnu í leiknum en hefðu hugsanlega átt að fá annað víti þegar boltinn hrökk í hönd Ragnars Sigurðssonar innan teigs, seint í leiknum þegar staðan var 2-1. „Vítið sem var gefið sá ég af bekknum og ég sá að olnbogi Íslendingsins [Ragnars] hæfði hann [leikmann Rúmeníu]. Ég sá seinna atvikið ekki vel. En ég vil ekki tala um dómarann. Við náðum ekki að spila vel í fyrri hálfleik. Við vorum skárri í seinni hálfleik en ef ég hugsa um fyrri hálfleikinn okkar sé ég enga ástæðu til að ræða dómgæsluna,“ sagði Radoi. Varðandi grasið á Laugardalsvelli, sem rifnaði illa upp á einum stað á vellinum, vildi Radoi lítið segja: „Það féllu einhverjir leikmenn við en við vorum búnir að æfa á þessum velli og hann skipti ekki máli hér. Það hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik réði því að við komumst ekki áfram í keppninni.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Þrátt fyrir spurningar fjölmiðlamanna um dómgæslu og vallaraðstæður hafði Mirel Radoi, þjálfari Rúmeníu, engan áhuga á að nota annað en spilamennsku sinna manna sem ástæðu fyrir tapinu gegn Íslandi. „Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við vitum hvað þeir eru þéttir fyrir í sínu 4-4-2 kerfi, náðum nokkrum sóknum en vorum of hægir. Þá töpuðum við boltanum sjö sinnum í fyrri hálfleik og fjórum sinnum leiddi það til skyndisókna,“ sagði Radoi. Rúmenar fengu eina vítaspyrnu í leiknum en hefðu hugsanlega átt að fá annað víti þegar boltinn hrökk í hönd Ragnars Sigurðssonar innan teigs, seint í leiknum þegar staðan var 2-1. „Vítið sem var gefið sá ég af bekknum og ég sá að olnbogi Íslendingsins [Ragnars] hæfði hann [leikmann Rúmeníu]. Ég sá seinna atvikið ekki vel. En ég vil ekki tala um dómarann. Við náðum ekki að spila vel í fyrri hálfleik. Við vorum skárri í seinni hálfleik en ef ég hugsa um fyrri hálfleikinn okkar sé ég enga ástæðu til að ræða dómgæsluna,“ sagði Radoi. Varðandi grasið á Laugardalsvelli, sem rifnaði illa upp á einum stað á vellinum, vildi Radoi lítið segja: „Það féllu einhverjir leikmenn við en við vorum búnir að æfa á þessum velli og hann skipti ekki máli hér. Það hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik réði því að við komumst ekki áfram í keppninni.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira