5,7 milljarða sekt fyrir að safna persónuupplýsingum um starfsmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 10:14 H&M-verslun í Hamborg í Þýskalandi. Jeremy Moeller/getty Persónuverndarstofnunin í Hamborg í Þýskalandi hefur sektað verslunarrisann H&M í Nürnberg fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins. Sektin nemur 35,2 milljónum evra eða rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Persónuvernd á Íslandi, systurstofnun persónuverndar í Hamborg, vekur athygli á málinu á vef sínum í dag. Þar er haft upp úr úrskurði Hamborgar-stofnunarinnar að H&M í Nürnberg hafi í fjölda ára unnið með umfangsmiklar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Upplýsingunum hafi verið safnað með starfsmannaviðtölum sem haldin voru eftir öll frí og veikindaleyfi starfsmanna. „Að viðtölum loknum voru upplýsingar úr þeim skráðar, en auk upplýsinga um frí starfsmanna voru meðal annars skráðar upplýsingar um heilsufar, þ. á m. upplýsingar um einkenni og sjúkdómsgreiningar, auk upplýsinga um trúarskoðanir starfsmannanna,“ segir í pistli Persónuverndar. Þá hafi H&M einnig unnið með ítarlegar upplýsingar um vinnuskil starfsmanna. Þessum upplýsingum hafi verið ætlað til að útbúa „persónusnið“ af starfsmönnum, sem notað hafi verið til að taka ákvarðanir um stöðu viðkomandi starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upp komst um vinnslu upplýsinganna er þær urðu aðgengilegar öllum innan fyrirtækisins vegna öryggisbrests. Líkt og áður segir var H&M sektað um 35,2 milljónir evra vegna málsins. Þá kveðst það jafnframt hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að tryggja persónuvernd starfsmanna sinna, auk þess sem viðkomandi starfsmönnum hafa verið boðnar bætur vegna brotsins. H&M greindi nýlega frá því að til standi að loka 250 verslunum keðjunnar á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs. Persónuvernd Verslun Þýskaland H&M Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Persónuverndarstofnunin í Hamborg í Þýskalandi hefur sektað verslunarrisann H&M í Nürnberg fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins. Sektin nemur 35,2 milljónum evra eða rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Persónuvernd á Íslandi, systurstofnun persónuverndar í Hamborg, vekur athygli á málinu á vef sínum í dag. Þar er haft upp úr úrskurði Hamborgar-stofnunarinnar að H&M í Nürnberg hafi í fjölda ára unnið með umfangsmiklar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Upplýsingunum hafi verið safnað með starfsmannaviðtölum sem haldin voru eftir öll frí og veikindaleyfi starfsmanna. „Að viðtölum loknum voru upplýsingar úr þeim skráðar, en auk upplýsinga um frí starfsmanna voru meðal annars skráðar upplýsingar um heilsufar, þ. á m. upplýsingar um einkenni og sjúkdómsgreiningar, auk upplýsinga um trúarskoðanir starfsmannanna,“ segir í pistli Persónuverndar. Þá hafi H&M einnig unnið með ítarlegar upplýsingar um vinnuskil starfsmanna. Þessum upplýsingum hafi verið ætlað til að útbúa „persónusnið“ af starfsmönnum, sem notað hafi verið til að taka ákvarðanir um stöðu viðkomandi starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upp komst um vinnslu upplýsinganna er þær urðu aðgengilegar öllum innan fyrirtækisins vegna öryggisbrests. Líkt og áður segir var H&M sektað um 35,2 milljónir evra vegna málsins. Þá kveðst það jafnframt hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að tryggja persónuvernd starfsmanna sinna, auk þess sem viðkomandi starfsmönnum hafa verið boðnar bætur vegna brotsins. H&M greindi nýlega frá því að til standi að loka 250 verslunum keðjunnar á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs.
Persónuvernd Verslun Þýskaland H&M Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira