Framkvæmdastjóri Lamborghini tekur við Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. september 2020 07:01 Stefano Domenicali, þegar hann var liðsstjóri Ferrari. Vísir/Getty Stefano Domenicali, framkvæmdastjóri Lamborghini og fyrrum liðsstjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1 mun taka við framkvæmdarstjórastöðu hjá Formúlu 1 á næsta ári. Domenicali mun mæta til starfa hjá Formúlu 1 í janúar á næsta ári. Núverandi framkvæmdastjóri, Chase Carey mun taka stjórnarsæti hjá fyrirtækinu sem rekur Formúlu 1, Liberty Media. „Ég er afar spenntur að koma inn í Formúlu 1, það er íþrótt sem hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Ég fæddist í Imola og bý í Monza. Ég hef haldið samböndum við kappakstursheiminn í gegnum starf mitt hjá einssæta nefndina hjá FIA, alþjóða akstursíþróttasambandinu og ég hlakka til að tengjast liðunum, styrktaraðilum og þeim samstarfsaðilum sem Formúla 1 hefur,“ sagði Domeincali. Hér að neðan má heyra viðtal við Domenicali um árin hjá Ferrari í hlaðvarpinu Beyond the Grid sem Formúla 1 heldur úti. „Síðustu sex ár hjá Audi og síðan sem stjórnandi Lamborghini hafa veitt mér víðari sýn og reynslu sem ég mun taka með mér til Formúlu 1,“ bætti Domenicali við. Domenicali var liðsstjóri Ferrari frá 2008 til 2014, eftir að hafa starfað hjá Ferrari Formúlu 1 liðinu frá 1991. Hann var þar í gegnum öll ár Michael Schumacher sem eru jafnframt bestu ár sögu Ferrari liðsins hvað varðar sigurhlutföll í heimsmeistarakeppnum bílasmiða og ökumanna. „Ég er viss um að við höfum smíðað sterkan grunn fyrir starfsemi fyrirtækisins og að vöxtur þess muni halda áfram,“ sagði Carey, fráfarandi framkvæmdastjóri. Formúla Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdastjóri Lamborghini og fyrrum liðsstjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1 mun taka við framkvæmdarstjórastöðu hjá Formúlu 1 á næsta ári. Domenicali mun mæta til starfa hjá Formúlu 1 í janúar á næsta ári. Núverandi framkvæmdastjóri, Chase Carey mun taka stjórnarsæti hjá fyrirtækinu sem rekur Formúlu 1, Liberty Media. „Ég er afar spenntur að koma inn í Formúlu 1, það er íþrótt sem hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Ég fæddist í Imola og bý í Monza. Ég hef haldið samböndum við kappakstursheiminn í gegnum starf mitt hjá einssæta nefndina hjá FIA, alþjóða akstursíþróttasambandinu og ég hlakka til að tengjast liðunum, styrktaraðilum og þeim samstarfsaðilum sem Formúla 1 hefur,“ sagði Domeincali. Hér að neðan má heyra viðtal við Domenicali um árin hjá Ferrari í hlaðvarpinu Beyond the Grid sem Formúla 1 heldur úti. „Síðustu sex ár hjá Audi og síðan sem stjórnandi Lamborghini hafa veitt mér víðari sýn og reynslu sem ég mun taka með mér til Formúlu 1,“ bætti Domenicali við. Domenicali var liðsstjóri Ferrari frá 2008 til 2014, eftir að hafa starfað hjá Ferrari Formúlu 1 liðinu frá 1991. Hann var þar í gegnum öll ár Michael Schumacher sem eru jafnframt bestu ár sögu Ferrari liðsins hvað varðar sigurhlutföll í heimsmeistarakeppnum bílasmiða og ökumanna. „Ég er viss um að við höfum smíðað sterkan grunn fyrir starfsemi fyrirtækisins og að vöxtur þess muni halda áfram,“ sagði Carey, fráfarandi framkvæmdastjóri.
Formúla Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira