Fimmtíu ferðir á fellið fyrir fimmtugsafmælið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 21:10 „50 ár, 50 ferðir" stendur á köku Guðmundar, sem fagnar fimmtugsafmæli 1. október. Mynd/Guðmundur H. Jónsson Guðmundur H. Jónsson ákvað í upphafi ársins 2020 að fara 50 ferðir upp Helgafell í Hafnarfirði fyrir fimmtugsafmælið sitt þann 1. október næstkomandi. Fimmtugustu ferðina kláraði Guðmundur í dag. Áfanganum var fagnað með kampavíni upp á toppi fellsins og köku þegar niður var komið. Í samtali við Vísi segir Guðmundur að fyrsta ferðin hafi verið farin í janúar. Hann hafi reynt að fara þegar veður leyfði, en honum hafi þó mætt alls konar veður í ferðunum fimmtíu. „Ég reyndi að taka alltaf einhvern með mér líka, til að kynna Helgafellið og fá að spjalla við fleiri um lífið og tilveruna, það var mjög gaman.“ Kampakátur uppi á topp Við komuna upp á topp í dag beið Guðmundar veisla. „Það var kampavín og skemmtilegt uppi á topp. Svo þegar ég kom niður þá beið mín kaka með nokkrum selfie-myndum af mér sem ég var búinn að taka með gestabókarkassann,“ segir Guðmundur, sem hefur samviskulega skrásett ferðir sínar með myndum af sér uppi á Helgafelli. Guðmundur segir að af ferðunum hafi sú fimmtugasta verið langsamlega skemmtilegust. „Tvímælalaust. En það er rosalega gaman að fara með fólki þarna upp, en líka rosa gaman að fara einn. Helgafellið er þannig að þú getur tæmt hugann þarna, þetta er yndislegur staður.“ Það var gaman þegar upp á topp var komið.Mynd/Guðmundur H. Jónsson Mesta áskorunin pressan frá honum sjálfum Þá segist Guðmundur hvetja fólk til þess að setja pressu á sjálft sig og reyna að fara út fyrir þægindarammann. „Þetta er aðeins út fyrir boxið fyrir mig. Ég hef ekkert mikið verið að fara á fjöll eða svoleiðis, þó Helgafell sé reyndar fell en ekki fjall. Mér fannst þetta skemmtileg áskorun.“ Guðmundur segir mestu áskorunina hafa verið pressuna sem hann setti á sjálfan sig, en hann stofnaði Facebook-hóp í kring um áramótaheitið, þar sem hann lét vita af því að hann ætlaði ferðirnar fimmtíu og uppfærði meðlimi um stöðuna á árámótaheitinu. „Þetta var fólkið sem átti að vera minn stuðningur. Tæplega helmingur af þeim fóru með mér upp í dag.“ Guðmundur segir þá Helgafellið þeim góða kosti gætt að það sé hægt að fara á hvaða hraða sem er. „Þegar ég fór með öðrum var ég ekkert að keppa við tímann, en þegar ég fór einn var ég í kappi við tímann. Það er líka skemmtilegt,“ segir Guðmundur sem segist hafa tekið eftir því að eftir því sem ferðunum fjölgaði urðu þær léttari sem slíkar. „En það var líka pínu íþyngjandi, þannig lagað, að þurfa að klára. Það er ákveðinn punktur líka,“ segir Guðmundur. Guðmundur var að vonum sáttur með veigarnar sem boðið var upp á á toppi Helgafells. Fjallamennska Tímamót Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Guðmundur H. Jónsson ákvað í upphafi ársins 2020 að fara 50 ferðir upp Helgafell í Hafnarfirði fyrir fimmtugsafmælið sitt þann 1. október næstkomandi. Fimmtugustu ferðina kláraði Guðmundur í dag. Áfanganum var fagnað með kampavíni upp á toppi fellsins og köku þegar niður var komið. Í samtali við Vísi segir Guðmundur að fyrsta ferðin hafi verið farin í janúar. Hann hafi reynt að fara þegar veður leyfði, en honum hafi þó mætt alls konar veður í ferðunum fimmtíu. „Ég reyndi að taka alltaf einhvern með mér líka, til að kynna Helgafellið og fá að spjalla við fleiri um lífið og tilveruna, það var mjög gaman.“ Kampakátur uppi á topp Við komuna upp á topp í dag beið Guðmundar veisla. „Það var kampavín og skemmtilegt uppi á topp. Svo þegar ég kom niður þá beið mín kaka með nokkrum selfie-myndum af mér sem ég var búinn að taka með gestabókarkassann,“ segir Guðmundur, sem hefur samviskulega skrásett ferðir sínar með myndum af sér uppi á Helgafelli. Guðmundur segir að af ferðunum hafi sú fimmtugasta verið langsamlega skemmtilegust. „Tvímælalaust. En það er rosalega gaman að fara með fólki þarna upp, en líka rosa gaman að fara einn. Helgafellið er þannig að þú getur tæmt hugann þarna, þetta er yndislegur staður.“ Það var gaman þegar upp á topp var komið.Mynd/Guðmundur H. Jónsson Mesta áskorunin pressan frá honum sjálfum Þá segist Guðmundur hvetja fólk til þess að setja pressu á sjálft sig og reyna að fara út fyrir þægindarammann. „Þetta er aðeins út fyrir boxið fyrir mig. Ég hef ekkert mikið verið að fara á fjöll eða svoleiðis, þó Helgafell sé reyndar fell en ekki fjall. Mér fannst þetta skemmtileg áskorun.“ Guðmundur segir mestu áskorunina hafa verið pressuna sem hann setti á sjálfan sig, en hann stofnaði Facebook-hóp í kring um áramótaheitið, þar sem hann lét vita af því að hann ætlaði ferðirnar fimmtíu og uppfærði meðlimi um stöðuna á árámótaheitinu. „Þetta var fólkið sem átti að vera minn stuðningur. Tæplega helmingur af þeim fóru með mér upp í dag.“ Guðmundur segir þá Helgafellið þeim góða kosti gætt að það sé hægt að fara á hvaða hraða sem er. „Þegar ég fór með öðrum var ég ekkert að keppa við tímann, en þegar ég fór einn var ég í kappi við tímann. Það er líka skemmtilegt,“ segir Guðmundur sem segist hafa tekið eftir því að eftir því sem ferðunum fjölgaði urðu þær léttari sem slíkar. „En það var líka pínu íþyngjandi, þannig lagað, að þurfa að klára. Það er ákveðinn punktur líka,“ segir Guðmundur. Guðmundur var að vonum sáttur með veigarnar sem boðið var upp á á toppi Helgafells.
Fjallamennska Tímamót Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira