Sjálfstæðisbarátta, magnþrungin sögustund og pólitísk togstreita Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2020 13:57 Kvikmyndin RIFF er farin af stað. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, var sett með pompi og prakt í gærkvöldi. Um helgina verða sýndar fjölbreyttar og áhugaverðar kvikmyndir úr flestum flokkum hátíðarinnar í Bíó Paradís og Norræna Húsinu. Frumraun leikstjórans Önnu Hildar Hildibrandsdóttur,Hatrið, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og er uppselt á þá sýningu. Frumraun Stefaníu Thors, Húsmæðraskólinn, verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun. Aðrar tvær myndir sem hafa vakið athygli eru: The Fight For Greenland Kvikmynd um baráttu ungmenna fyrir sjálfstæði Grænlands í leikstjórn Kenneth Sorento. Í myndinni er velt upp hver sé framtíð Grænlands og hvort landið ætti að verða fullvalda ríki. Í myndinni er fylgt eftir fjórum ungum Grænlendingum sem nýta sér frjóar hugmyndir í baráttu sinni m.a. með rapptónlist. Myndin gefur einstaka innsýn í þá umræðu um sjálfstæði, tungumál og sjálfsmynd sem á sér stað í Grænlandi nútímans. Myndin er sýnd í Norræna Húsinu kl 18 í kvöld, 25. september. Nótt konunganna/Night Of the Kings Myndin kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum elstu og einni virtustu hátíð í heimi. Leikstjóri myndarinnar Philippe Lacote ólst upp í Abidjan á Fílabeinsströndinni þar sem myndin gerist en sögusvið hennar er hið alræmda La Maca fangelsi þar sem fangarnir ráða ríkjum. Í Nótt Konunganna segir frá ungum manni sem lendir í fangelsinu og er úthlutað hlutverki sögumanns. Samkvæmt reglum í La Maca mun hann ekki geta flúið örlög sín en reynir hvað hann getur með því að láta söguna endast til morguns. Mögnuð mynd sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara, sýnd í Bíó Paradís í kvöld,24. september kl 22. Miðasala fer fram á www.riff.is og í Bíó Paradís. RIFF Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, var sett með pompi og prakt í gærkvöldi. Um helgina verða sýndar fjölbreyttar og áhugaverðar kvikmyndir úr flestum flokkum hátíðarinnar í Bíó Paradís og Norræna Húsinu. Frumraun leikstjórans Önnu Hildar Hildibrandsdóttur,Hatrið, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og er uppselt á þá sýningu. Frumraun Stefaníu Thors, Húsmæðraskólinn, verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun. Aðrar tvær myndir sem hafa vakið athygli eru: The Fight For Greenland Kvikmynd um baráttu ungmenna fyrir sjálfstæði Grænlands í leikstjórn Kenneth Sorento. Í myndinni er velt upp hver sé framtíð Grænlands og hvort landið ætti að verða fullvalda ríki. Í myndinni er fylgt eftir fjórum ungum Grænlendingum sem nýta sér frjóar hugmyndir í baráttu sinni m.a. með rapptónlist. Myndin gefur einstaka innsýn í þá umræðu um sjálfstæði, tungumál og sjálfsmynd sem á sér stað í Grænlandi nútímans. Myndin er sýnd í Norræna Húsinu kl 18 í kvöld, 25. september. Nótt konunganna/Night Of the Kings Myndin kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum elstu og einni virtustu hátíð í heimi. Leikstjóri myndarinnar Philippe Lacote ólst upp í Abidjan á Fílabeinsströndinni þar sem myndin gerist en sögusvið hennar er hið alræmda La Maca fangelsi þar sem fangarnir ráða ríkjum. Í Nótt Konunganna segir frá ungum manni sem lendir í fangelsinu og er úthlutað hlutverki sögumanns. Samkvæmt reglum í La Maca mun hann ekki geta flúið örlög sín en reynir hvað hann getur með því að láta söguna endast til morguns. Mögnuð mynd sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara, sýnd í Bíó Paradís í kvöld,24. september kl 22. Miðasala fer fram á www.riff.is og í Bíó Paradís.
RIFF Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira