Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2020 08:56 Veiði er óðum að ljúka í flestum náttúrulegu laxveiðiánum og lokatölur eru að detta inn þessa dagana. Landssamband Veiðifélaga uppfærði vikulegan lista í gærkvöldi og það er lítið sem kemur þar á óvart. Eystri Rangá er komin í 8.130 laxa eftir líklega rólegustu viku sumarsins en aðstæður tilveiða suma dagana í vikunni voru mjög erfiðar. Engu að síður komu 114 laxar á land sem verður bara að teljast gott. Ytri Rangá er með 2.461 lax í öðru sæti listans og Miðfjarðará toppar aðrar sjálfbærar ár og er með 1.705 laxa í þriðja sætinu. Lokatölur bættust við úr Haffjarðará með 1.126 laxa, Norðurá með 979 laxa, Laxá á Ásum 675 laxar og Laxá í Aðaldal með 382 laxa sem er lélegasta veiði í ánni frá upphafi samantektar á veiðitölum frá 1974. Það er alveg ljóst að það er eitthvað mikið að í dalnum. Veiði er ekki lokið í hafbeitaránum Eystri Rangá, Ytri Rangá, Affalli og Þverá í Fljótshlíð og verður veitt í þeim í tæpar fjórar vikur í viðbót en þessir síðustu dagar í þessum ám eru oft drjúgir ef veiðimenn eru heppnir með veður. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði
Veiði er óðum að ljúka í flestum náttúrulegu laxveiðiánum og lokatölur eru að detta inn þessa dagana. Landssamband Veiðifélaga uppfærði vikulegan lista í gærkvöldi og það er lítið sem kemur þar á óvart. Eystri Rangá er komin í 8.130 laxa eftir líklega rólegustu viku sumarsins en aðstæður tilveiða suma dagana í vikunni voru mjög erfiðar. Engu að síður komu 114 laxar á land sem verður bara að teljast gott. Ytri Rangá er með 2.461 lax í öðru sæti listans og Miðfjarðará toppar aðrar sjálfbærar ár og er með 1.705 laxa í þriðja sætinu. Lokatölur bættust við úr Haffjarðará með 1.126 laxa, Norðurá með 979 laxa, Laxá á Ásum 675 laxar og Laxá í Aðaldal með 382 laxa sem er lélegasta veiði í ánni frá upphafi samantektar á veiðitölum frá 1974. Það er alveg ljóst að það er eitthvað mikið að í dalnum. Veiði er ekki lokið í hafbeitaránum Eystri Rangá, Ytri Rangá, Affalli og Þverá í Fljótshlíð og verður veitt í þeim í tæpar fjórar vikur í viðbót en þessir síðustu dagar í þessum ám eru oft drjúgir ef veiðimenn eru heppnir með veður. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði