Ótrúlegustu afrek David Blaine Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2020 14:29 David Blaine á fjölmörg heimsmet. Árið 1997 kom fram á sjónarsviðið maður að nafni David Blaine sem er í dag þekktasti töframaður heims. Hann byrjaði með sinn eigin sjónvarpsþátt sem hét Street Magic og hefur nánast síðan þá verið heimsþekktur. Hann er fæddur 4. apríl árið 1973. Hann var asmasjúklingur en þrátt fyrir það á hann heimsmetið að halda niðri í sér andanum. Árið 1999 var hann í glerkistu ofan í jörðinni án matar og drykkja í heila viku. Árið 2000 var hann umkringdur klaka á Times Square í New York í þrjá sólahringa. Í raun náði hann ekki að klára það verkefni og var fjarlægður eftir að hann fór að upplifa ofsjónir og gríðarlega mikinn sársauka. Það tók hann marga mánuði að jafna sig. Árið 2002 stóð Blaine á sérútbúnum turni í Bryant Park í New York og stökk síðan niður á fjöldann allan af pakkakössum eftir 35 klukkustundir. Hann fékk heilahristing og brákaði í sér rifbein. Ári seinna fastaði hann í 44 daga í plexiglerkassa í London. Hann drakk aðeins vatn allan tímann. Hann hefur verið í heila viku í sérstakri vatnsglerkúlu í New York og reyndi að bæta heimsmetið í því að halda niðri í sér andanum undir lok vikunnar. Metið var þá 8 mínútur og 58 sekúndur en eftir sjö mínútur varð að bjarga honum úr aðstæðunum. Eftir það æfði hann í tvö ár til þess að bæta metið og slátraði hann metinu 30.apríl árið 2008 í beinni útsendingu hjá Oprah Winfrey þegar hann hélt niðri í sér andanum í sautján mínútur. Þjóðverjinn Tom Sietas sló síðan met Blaine árið 2012 þegar hann var í kafi í yfir 22 mínútur. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-síðu Blaine þar sem hann fer yfir afrek sín. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Árið 1997 kom fram á sjónarsviðið maður að nafni David Blaine sem er í dag þekktasti töframaður heims. Hann byrjaði með sinn eigin sjónvarpsþátt sem hét Street Magic og hefur nánast síðan þá verið heimsþekktur. Hann er fæddur 4. apríl árið 1973. Hann var asmasjúklingur en þrátt fyrir það á hann heimsmetið að halda niðri í sér andanum. Árið 1999 var hann í glerkistu ofan í jörðinni án matar og drykkja í heila viku. Árið 2000 var hann umkringdur klaka á Times Square í New York í þrjá sólahringa. Í raun náði hann ekki að klára það verkefni og var fjarlægður eftir að hann fór að upplifa ofsjónir og gríðarlega mikinn sársauka. Það tók hann marga mánuði að jafna sig. Árið 2002 stóð Blaine á sérútbúnum turni í Bryant Park í New York og stökk síðan niður á fjöldann allan af pakkakössum eftir 35 klukkustundir. Hann fékk heilahristing og brákaði í sér rifbein. Ári seinna fastaði hann í 44 daga í plexiglerkassa í London. Hann drakk aðeins vatn allan tímann. Hann hefur verið í heila viku í sérstakri vatnsglerkúlu í New York og reyndi að bæta heimsmetið í því að halda niðri í sér andanum undir lok vikunnar. Metið var þá 8 mínútur og 58 sekúndur en eftir sjö mínútur varð að bjarga honum úr aðstæðunum. Eftir það æfði hann í tvö ár til þess að bæta metið og slátraði hann metinu 30.apríl árið 2008 í beinni útsendingu hjá Oprah Winfrey þegar hann hélt niðri í sér andanum í sautján mínútur. Þjóðverjinn Tom Sietas sló síðan met Blaine árið 2012 þegar hann var í kafi í yfir 22 mínútur. Hér að neðan má sjá myndband af YouTube-síðu Blaine þar sem hann fer yfir afrek sín.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira