Belgar búnir að vinna alla landsleiki sína í næstum því 22 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 16:00 Belgar fagna öðru marka sinna á móti Dönum á laugardaginn. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00. Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Belgar eiga besta landslið heims samkvæmt styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og það er erfitt að fella þá af stalli á meðan þeir vinna alla sína leiki. Íslensku landsliðsstrákarnir fá það krefjandi verkefni að reyna að stöðva sigurgöngu Belgana í kvöld og það á þeirra eigin heimavelli og með hálfgert b-landsliðs því það vantar svo marga lykilmenn. Það er athyglisvert að skoða aðeins betur þetta magnaða gengi belgíska landsliðsins.Belgar töpuðu síðast 18. nóvember 2011 þegar þeir reyndar steinlágu 5-2 á móti Sviss í hreinum úrslitaleik um sigur í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Belgar komust reyndar í 2-0 á fyrstu sautján mínútunum með tveimur mörkum frá Thorgan Hazard en Svisslendingar voru komnir yfir, í 3-2, 27 mínútum síðar og unnu að lokum 5-2 sigur.Síðan þá hefur belgíska landsliðið ekki stigið feilspor á 660 dögum. Tæpir tuttugu og tveir mánuðir í röð án þess að tapa stigi í landsleik. Belgar hafa líka skorað þrjú mörk eða fleiri í átta af þessum ellefu leikjum og er með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Markatalan er 42-3. Toby Alderweireld er sá einu sem hefur spilað alla þessa ellefu sigurleiki en Dries Mertens og Youri Tielemans hafa báðir verið í öllum nema einum. Romelu Lukaku hefur skorað mest í sigurgöngunni eða sjö mörk í sex leikjum en Eden Hazard er með fimm mörk í átta leikjum. Roberto Martínez hefur alls stýrt Belgum í 44 landsleikjum, 35 þeirra hafa unnist og aðeins þrisvar hafa Belgar tapað landsleik undir hans stjórn. Tapleikirnir eru fyrsti leikurinn á móti Spáni 1. september 2016, undanúrslitaleikur HM 2018 á móti verðandi heismmeisturum Frakka og loks Þjóðadeildarleikurinn á móti Sviss. Leikurinn Belgíu og Íslands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 18.00.
Þjóðadeild UEFA Belgía Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira