Önnur Vodafone deildin í League of Legends hefst í kvöld með krafti Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson skrifar 6. september 2020 19:15 Önnur Vodafone deildin í League of Legends hefst í kvöld með krafti kl. 19:30 í beinni á Stöð 2 Esports. Deildin spilast yfir næstu sjö vikur og mun hvert lið spila tvo leiki í röð á hverjum sunnudegi. Í kvöld byrjum við á tveimur viðureignum í beinni: Make It Quick vs XY Esports og svo KR LoL vs Excess Success strax í kjölfarið. Make It Qick slóust við Somnio Esports í nokkuð auðveldum 2-0 sigri upp á sæti í deildinni en því miður þurfti Tindastóll að draga sig úr leik. MIQ gætu átt í erfiðleikum með funheitt lið XY sem tók sig allharkalega saman eftir erfiða fyrstu deild og slóu út besta lið deildarinnar, Dusty Academy, í Iceland Open mótinu sem var qualifier fyrir stórmótið Telia Masters. Sérfræðingar deildarinnar telja ansi líklegt að XY séu líklegir til að taka eitt af toppsætunum í þessari deild þannig þetta gæti orðið erfiður fyrsti leikur fyrir MIQ. Excess Success eru á svipuðu róli og XY þar sem þeir komu inn í Iceland Open og töpuðu fyrir KR-ingum 1-2. Tilfinningin var að XS væri að ná af sér helsta ryðinu og þeir einmitt enduðu á að komast í gegnum lower bracket þar sem þeir slóu svo KR-ingana út, 2-1. Það verður því gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi fyrsta viðureign hjá þeim í kvöld fer. Þó að allir leikirnir séu spilaðir yfir sömu tvær umferðirnar þá verður samt fylgst með þeim sem er ekki sýnt frá beint. Útsendingin fær replay úr þeim leikjum sem er 'misst af' og tveir þeirra eru sýndir í kvöld: VITA vs Excess Success og svo KR vs Dusty Academy. Á morgun kl. 20:00 verður svo sýnt frá hinum fjórum leikjunum sem eftir eru en það eru Pongu vs Fylkir, FH vs Pongu, MIQ vs Fylkir og svo að lokum stóri slagurinn XY vs Dusty Academy. Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvort að Dusty Academy geti hrist af sér tapið í sumar og sannað að þeir séu konungarnir sem eiga heima í fyrsta sæti. Fylgist með í beinni á Stöð 2 Esports eða á https://www.twitch.tv/SiggoTV Vodafone-deildin Rafíþróttir KR Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti
Önnur Vodafone deildin í League of Legends hefst í kvöld með krafti kl. 19:30 í beinni á Stöð 2 Esports. Deildin spilast yfir næstu sjö vikur og mun hvert lið spila tvo leiki í röð á hverjum sunnudegi. Í kvöld byrjum við á tveimur viðureignum í beinni: Make It Quick vs XY Esports og svo KR LoL vs Excess Success strax í kjölfarið. Make It Qick slóust við Somnio Esports í nokkuð auðveldum 2-0 sigri upp á sæti í deildinni en því miður þurfti Tindastóll að draga sig úr leik. MIQ gætu átt í erfiðleikum með funheitt lið XY sem tók sig allharkalega saman eftir erfiða fyrstu deild og slóu út besta lið deildarinnar, Dusty Academy, í Iceland Open mótinu sem var qualifier fyrir stórmótið Telia Masters. Sérfræðingar deildarinnar telja ansi líklegt að XY séu líklegir til að taka eitt af toppsætunum í þessari deild þannig þetta gæti orðið erfiður fyrsti leikur fyrir MIQ. Excess Success eru á svipuðu róli og XY þar sem þeir komu inn í Iceland Open og töpuðu fyrir KR-ingum 1-2. Tilfinningin var að XS væri að ná af sér helsta ryðinu og þeir einmitt enduðu á að komast í gegnum lower bracket þar sem þeir slóu svo KR-ingana út, 2-1. Það verður því gríðarlega áhugavert að sjá hvernig þessi fyrsta viðureign hjá þeim í kvöld fer. Þó að allir leikirnir séu spilaðir yfir sömu tvær umferðirnar þá verður samt fylgst með þeim sem er ekki sýnt frá beint. Útsendingin fær replay úr þeim leikjum sem er 'misst af' og tveir þeirra eru sýndir í kvöld: VITA vs Excess Success og svo KR vs Dusty Academy. Á morgun kl. 20:00 verður svo sýnt frá hinum fjórum leikjunum sem eftir eru en það eru Pongu vs Fylkir, FH vs Pongu, MIQ vs Fylkir og svo að lokum stóri slagurinn XY vs Dusty Academy. Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvort að Dusty Academy geti hrist af sér tapið í sumar og sannað að þeir séu konungarnir sem eiga heima í fyrsta sæti. Fylgist með í beinni á Stöð 2 Esports eða á https://www.twitch.tv/SiggoTV
Vodafone-deildin Rafíþróttir KR Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti