Rakel og Hulda opna saman sýningu og frumsýna nýtt samstarfsverkefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 13:00 Listakonurnar Hulda Katarina og Rakel Tomas setja í sölu ný verk í kvöld og opna svo sýningu á morgun. Mynd/Tara Tjörva Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda
Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira