Skilur ekki af hverju félagslausir menn eru valdir í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 13:29 Emil Hallfreðsson var valinn í íslenska landsliðið þrátt fyrir að vera án félags. vísir/bára Val Eriks Hamrén á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Sterka leikmenn vantar í íslenska liðið. Aron Einar Gunnarsson fékk ekki leyfi frá Al Arabi til að koma í landsleikina, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson gáfu ekki kost á sér og Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru meiddir. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Tveir leikmenn í landsliðshópnum, Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson, eru án félags. Tómas Ingi Tómasson furðar sig á að þeir hafi verið valdir. „Það er flott að aðrir fái tækifæri. Þetta eru akkúrat leikirnir sem á að prufa menn í. Það er flott að þessir fái frí og mæti ferskir í leikinn sem skiptir máli fyrir okkur. En það hefði verið gaman að sjá menn í staðinn fyrir þá sem eru félagslausir. Það að vera félagslaus og valinn í landslið, aftur og aftur er þetta ekki orðið fínt?“ sagði Tómas Ingi. „Bæði Emil og Jón Guðni eru flottir spilarar en hefði ekki mátt velja þennan,“ bætti Tómas Ingi við og átti þar við Ísak Bergmann Jóhannesson, sautján ára leikmann Norrköping í Svíþjóð. Tómas Ingi, Þorkell Máni Pétursson og Guðmundur Benediktsson voru allir á því að Ísak hefði átt að vera í A-landsliðinu frekar en U-21 árs landsliðinu. „Þetta kom mér mest á óvart. Sjálfur hefði ég ekki hikað við að velja hann,“ sagði Guðmundur. „Maður hefði viljað sjá hann fái tækifærið. Ég skil ekki að landsliðsþjálfararnir hafi ekki viljað vera fyrstir til að henda þessum leikjum á hann því ég held að öllum sé ljóst að þessi leikmaður gæti spilað almennilega rullu fyrir íslenska landsliðið.“ Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um landsliðshópinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Val Eriks Hamrén á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Sterka leikmenn vantar í íslenska liðið. Aron Einar Gunnarsson fékk ekki leyfi frá Al Arabi til að koma í landsleikina, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson gáfu ekki kost á sér og Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru meiddir. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Tveir leikmenn í landsliðshópnum, Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson, eru án félags. Tómas Ingi Tómasson furðar sig á að þeir hafi verið valdir. „Það er flott að aðrir fái tækifæri. Þetta eru akkúrat leikirnir sem á að prufa menn í. Það er flott að þessir fái frí og mæti ferskir í leikinn sem skiptir máli fyrir okkur. En það hefði verið gaman að sjá menn í staðinn fyrir þá sem eru félagslausir. Það að vera félagslaus og valinn í landslið, aftur og aftur er þetta ekki orðið fínt?“ sagði Tómas Ingi. „Bæði Emil og Jón Guðni eru flottir spilarar en hefði ekki mátt velja þennan,“ bætti Tómas Ingi við og átti þar við Ísak Bergmann Jóhannesson, sautján ára leikmann Norrköping í Svíþjóð. Tómas Ingi, Þorkell Máni Pétursson og Guðmundur Benediktsson voru allir á því að Ísak hefði átt að vera í A-landsliðinu frekar en U-21 árs landsliðinu. „Þetta kom mér mest á óvart. Sjálfur hefði ég ekki hikað við að velja hann,“ sagði Guðmundur. „Maður hefði viljað sjá hann fái tækifærið. Ég skil ekki að landsliðsþjálfararnir hafi ekki viljað vera fyrstir til að henda þessum leikjum á hann því ég held að öllum sé ljóst að þessi leikmaður gæti spilað almennilega rullu fyrir íslenska landsliðið.“ Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um landsliðshópinn
Þjóðadeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira