Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2020 07:57 Bjarki Bóasson með vænan birting úr Ytri Rangá Mynd: Arnar Sveinbjörnsson Arnar með vænan birting.Mynd: Bjarki Bóasson Ytri Rangá hefur vaxið sem urriða og sjóbirtingsá og ásóknin í hana sem slíka hefur aukist mikið enda ekkert skrítið þegar veiðin er góð. Flestir hefðu haldið að nú þegar styttist óðum í að laxveiðin hefjist í ánni að sjóbirtingurinn væri genginn til sjávar en það er öðru nær. Við fengum þessa skemmtilegu veiðisögu frá þeim félögum Bjarka Bóassyni og Arnari Sveinbjörnssyni sem voru við veiðar fyrir stuttu í ánni. "Fórum sunnudaginn 31 maí í ytri Rangá að reyna við stóra urriðann/birtinginn. Vorum þarna tveim vikum fyrr og náðum einum staðbundnum ofarlega en misstum einn svakalegann á gunnugilsbreiðu. Arnar Sveinbjörnsson sem missti hann vildi ólmur koma aftur til að ná honum. Mættir um 9.15, fyrsta rennsli og bæng neglir stór drjóli fluguna hans á dauðarekinu. Barðist vel í ca 10 mín, 82 cm og um 7kg. Prófuðum svo mikið í kring en fengum einn í viðbót á sama stað sömu aðferð, dauða rekið. 73 cm birtingur og 4.5 kg. Frábærir og fallegir fiskar. Ekki algengt að fá fisk þarna á vorin hvað þá tvo, alveg í skýjunum og markmiðum náð." Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði
Arnar með vænan birting.Mynd: Bjarki Bóasson Ytri Rangá hefur vaxið sem urriða og sjóbirtingsá og ásóknin í hana sem slíka hefur aukist mikið enda ekkert skrítið þegar veiðin er góð. Flestir hefðu haldið að nú þegar styttist óðum í að laxveiðin hefjist í ánni að sjóbirtingurinn væri genginn til sjávar en það er öðru nær. Við fengum þessa skemmtilegu veiðisögu frá þeim félögum Bjarka Bóassyni og Arnari Sveinbjörnssyni sem voru við veiðar fyrir stuttu í ánni. "Fórum sunnudaginn 31 maí í ytri Rangá að reyna við stóra urriðann/birtinginn. Vorum þarna tveim vikum fyrr og náðum einum staðbundnum ofarlega en misstum einn svakalegann á gunnugilsbreiðu. Arnar Sveinbjörnsson sem missti hann vildi ólmur koma aftur til að ná honum. Mættir um 9.15, fyrsta rennsli og bæng neglir stór drjóli fluguna hans á dauðarekinu. Barðist vel í ca 10 mín, 82 cm og um 7kg. Prófuðum svo mikið í kring en fengum einn í viðbót á sama stað sömu aðferð, dauða rekið. 73 cm birtingur og 4.5 kg. Frábærir og fallegir fiskar. Ekki algengt að fá fisk þarna á vorin hvað þá tvo, alveg í skýjunum og markmiðum náð."
Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði