Flott bleikjuveiði í Köldukvísl í gær Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2020 08:55 Georg Andersen með flotta bleikju úr Köldukvísl í gær. Mynd: LK Inná hálendi landsins eru fjölmargar veiðiperlur sem ekki allir þekkja en klárlega á sumri þar sem allir ferðast innanlands er kjörið tækifæri til að kynnast nýjum veiðistöðum. Kaldakvísl er þó ekkert óþekkt en hún á sér nokkurn hóp aðdáenda engu að síður sem þekkja orðið ansi vel hversu gjöful hún getur verið á góðum degi. Veiði íhenni hefst í maí en hún var ekki mikið veidd fyrr un fyrstu dagana í júní sökum þess að slóðinn niður að ánni var ófær. Hann er nú loksins orðinn góður og fær jeppum. Það var góður hópur að veiða við ánna í gær í frábærum skilyrðum og veiðitölurnar eftir því. Þrátt fyrir að aðeins um tveir þriðju af veiðitímanum hafi verið nýttur var um 70 bleikjum landað á fjórar stangir yfir daginn og takan oft á tíðum frábær. Mest er að veiðast af bleikju sem er 1-3 punda en inná milli voru nokkrar um og yfir 50 sm og það sáust nokkrar vænni en það synda á neðsta veiðistaðnum. Í tvígang var sett í stærðarbleikjur á veiðistað ofar í ánni sem í bæði skiptin sleit 8 punda taum með lítilli fyrirhöfn. Öllum fiski er sleppt. Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði
Inná hálendi landsins eru fjölmargar veiðiperlur sem ekki allir þekkja en klárlega á sumri þar sem allir ferðast innanlands er kjörið tækifæri til að kynnast nýjum veiðistöðum. Kaldakvísl er þó ekkert óþekkt en hún á sér nokkurn hóp aðdáenda engu að síður sem þekkja orðið ansi vel hversu gjöful hún getur verið á góðum degi. Veiði íhenni hefst í maí en hún var ekki mikið veidd fyrr un fyrstu dagana í júní sökum þess að slóðinn niður að ánni var ófær. Hann er nú loksins orðinn góður og fær jeppum. Það var góður hópur að veiða við ánna í gær í frábærum skilyrðum og veiðitölurnar eftir því. Þrátt fyrir að aðeins um tveir þriðju af veiðitímanum hafi verið nýttur var um 70 bleikjum landað á fjórar stangir yfir daginn og takan oft á tíðum frábær. Mest er að veiðast af bleikju sem er 1-3 punda en inná milli voru nokkrar um og yfir 50 sm og það sáust nokkrar vænni en það synda á neðsta veiðistaðnum. Í tvígang var sett í stærðarbleikjur á veiðistað ofar í ánni sem í bæði skiptin sleit 8 punda taum með lítilli fyrirhöfn. Öllum fiski er sleppt.
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði