Laxinn mættur í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2020 08:50 Laxinn er mættur í Langá Laxveiðin fer ágætlega af stað í þeim ám sem þegar hafa opnað og næstu dagana eru árnar að opna hver af annari veiðimönnum til mikillar gleði. Langá á Mýrum var lengi vel þekkt sem hefðbundin síðsumarsá en síðustu árin hefur gangan verið að koma fyrr en menn eru vanir sem er ekkert nema gott. Þetta árið virðist ekki vera nein breyting á en við fengum skilaboð frá Ólafi Finnbogasyni stjórnarmanni SVFR í gær um að fyrstu laxarnir væru þegar farnir í gegnum teljarann við Skugga en hann fór niður í gær. Strax á fyrsta degi fóru ellefu laxar í gegn sem er nokkuð snemmt fyrir ánna en góðar fréttir fyrir þá sem ætla sér að veiða hana núna í júní. Langá var eins og aðrar ár á landinu mjög þjökuð af vatnsleysi en eins og aðrar ár á vesturlandi er hún í mjög góðu sjatnandi júnívatni en ásamt því er staðan í Langavatni góð svo það er ekki útlit fyrir neinn skort á vatni í Langá í sumar sem betur fer. Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði
Laxveiðin fer ágætlega af stað í þeim ám sem þegar hafa opnað og næstu dagana eru árnar að opna hver af annari veiðimönnum til mikillar gleði. Langá á Mýrum var lengi vel þekkt sem hefðbundin síðsumarsá en síðustu árin hefur gangan verið að koma fyrr en menn eru vanir sem er ekkert nema gott. Þetta árið virðist ekki vera nein breyting á en við fengum skilaboð frá Ólafi Finnbogasyni stjórnarmanni SVFR í gær um að fyrstu laxarnir væru þegar farnir í gegnum teljarann við Skugga en hann fór niður í gær. Strax á fyrsta degi fóru ellefu laxar í gegn sem er nokkuð snemmt fyrir ánna en góðar fréttir fyrir þá sem ætla sér að veiða hana núna í júní. Langá var eins og aðrar ár á landinu mjög þjökuð af vatnsleysi en eins og aðrar ár á vesturlandi er hún í mjög góðu sjatnandi júnívatni en ásamt því er staðan í Langavatni góð svo það er ekki útlit fyrir neinn skort á vatni í Langá í sumar sem betur fer.
Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði