Stuðlagili lokað almenningi og bíður komu Will Smith Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2020 14:05 Stuðlagil er vafalítið ein af fegurstu perlum Íslands og þangað hafa Íslendingar streymt í sumar. Sunna Karen Kvikmyndatökulið hefur tekið Stuðlagil í Jökulsársgljúfrum á leigu í dag og á morgun en þar standa nú yfir tökur á Hollywood mynd sem skartar bandaríska leikaranum Will Smith. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum en RÚV greindi fyrst frá. Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal, staðfestir að gilið hafi verið tekið á leigu í tvo daga. Aðspurð hvort þau fái ekki milljónir króna fyrir skellir hún upp úr og segir þau varla fá neitt. Þau séu svo miklir græningjar í þessum málum, rollubændur sem kunni ekkert á svona hluti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Will Smith staddur á Norðurlandi og væntanlegur í tökurnar í dag eða á morgun. Will Smith er ein af skærustu stjörnum í leikaraheiminum í Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og lengi mætti telja. Will Smith, til hægri, ásamt leikaranum Martin Lawrence en þeir léku saman í Bad Boys á sínum tíma. Kvikmyndafyrirtækið True North kemur að verkefninu hér á landi og hafa björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði verið ráðnir til að sjá um lokun á svæðinu á meðan á tökum stendur. Komið hefur fram í fréttum að Stuðlagil skartar ekki sínum fagurbláa og -græna lit þessa dagana heldur er vatnið gruggugt. Það er sökum þess að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun er orðið fullt og yfirfallið rennur í gilið. Stefanía var í berjamó þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún sagðist enga hugmynd hafa um neitt er viðkæmi verkefninu. „Við erum bara áhorfendur eins og hver annar,“ segir Stefanía og hlær. Bíó og sjónvarp Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04 Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Kvikmyndatökulið hefur tekið Stuðlagil í Jökulsársgljúfrum á leigu í dag og á morgun en þar standa nú yfir tökur á Hollywood mynd sem skartar bandaríska leikaranum Will Smith. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum en RÚV greindi fyrst frá. Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal, staðfestir að gilið hafi verið tekið á leigu í tvo daga. Aðspurð hvort þau fái ekki milljónir króna fyrir skellir hún upp úr og segir þau varla fá neitt. Þau séu svo miklir græningjar í þessum málum, rollubændur sem kunni ekkert á svona hluti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Will Smith staddur á Norðurlandi og væntanlegur í tökurnar í dag eða á morgun. Will Smith er ein af skærustu stjörnum í leikaraheiminum í Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og lengi mætti telja. Will Smith, til hægri, ásamt leikaranum Martin Lawrence en þeir léku saman í Bad Boys á sínum tíma. Kvikmyndafyrirtækið True North kemur að verkefninu hér á landi og hafa björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði verið ráðnir til að sjá um lokun á svæðinu á meðan á tökum stendur. Komið hefur fram í fréttum að Stuðlagil skartar ekki sínum fagurbláa og -græna lit þessa dagana heldur er vatnið gruggugt. Það er sökum þess að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun er orðið fullt og yfirfallið rennur í gilið. Stefanía var í berjamó þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún sagðist enga hugmynd hafa um neitt er viðkæmi verkefninu. „Við erum bara áhorfendur eins og hver annar,“ segir Stefanía og hlær.
Bíó og sjónvarp Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04 Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44