Veiðitorg að toppa úrvalið Karl Lúðvíksson skrifar 6. mars 2020 10:00 Veiðitorg er með mikið úrval af veiði í lax, urriða og bleikju. Mynd: KL Nú er aðeins rétt rúmar þrjár vikur í að veiðitímabilið hefjist og veiðimenn komnir á fullt með að skoða möguleika á skemmtilegri veiði fyrir komandi tímabil. Við höfum verið að skoða framboðið hjá veiðileyfasölum og þegar úrvalið er skoðað hjá Veiðitorg er ljóst að það dettur inn smá valkvíði. Það er mikið úrval af skemmtilegum veiðileyfum hjá þeim og varla hægt að velja bara eitt. Þar má til dæmis finna leyfi í Fnjóská, Brunná, Deildará, Eyjafjarðará, Jöklu, nokkur urriðasvæði í Laxá, Lónsá, Mýrarkvísl, Vatnsdalsá, Skjálfandafljót, Hörgá, Kolku, Fljótá, Breiðdalsá og Selá í Álftafirði og þetta er aðeins brot af því sem þeir bjóða uppá. Það er reglulega gaman að fara í gegnum vefinn og skoða það sem er í boði. Ágætar upplýsingar fylgja veiðisvæðunum ásamt korti af staðsetningu og af nokkrum veiðistöðum. Það má alveg gleyma sér þarna í góðann tíma við að pússla saman skemmtilegri veiði og það sem meira er, þú átt líklega eftir að finna svæði þarna sem þú hefur annað hvort aldrei heyrt um eða aldrei veitt, kannski bæði. Byrjaðu daginn á að kíkja á www.veiditorg.is Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði
Nú er aðeins rétt rúmar þrjár vikur í að veiðitímabilið hefjist og veiðimenn komnir á fullt með að skoða möguleika á skemmtilegri veiði fyrir komandi tímabil. Við höfum verið að skoða framboðið hjá veiðileyfasölum og þegar úrvalið er skoðað hjá Veiðitorg er ljóst að það dettur inn smá valkvíði. Það er mikið úrval af skemmtilegum veiðileyfum hjá þeim og varla hægt að velja bara eitt. Þar má til dæmis finna leyfi í Fnjóská, Brunná, Deildará, Eyjafjarðará, Jöklu, nokkur urriðasvæði í Laxá, Lónsá, Mýrarkvísl, Vatnsdalsá, Skjálfandafljót, Hörgá, Kolku, Fljótá, Breiðdalsá og Selá í Álftafirði og þetta er aðeins brot af því sem þeir bjóða uppá. Það er reglulega gaman að fara í gegnum vefinn og skoða það sem er í boði. Ágætar upplýsingar fylgja veiðisvæðunum ásamt korti af staðsetningu og af nokkrum veiðistöðum. Það má alveg gleyma sér þarna í góðann tíma við að pússla saman skemmtilegri veiði og það sem meira er, þú átt líklega eftir að finna svæði þarna sem þú hefur annað hvort aldrei heyrt um eða aldrei veitt, kannski bæði. Byrjaðu daginn á að kíkja á www.veiditorg.is
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði