Fylkismenn með markaregn og Þór rúllaði yfir Grindavík Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 18:09 Fylkismenn röðuðu inn mörkum í dag. vísir/bára Kvenna- og karlalið Fylkis unnu bæði örugga sigra í Lengjubikarnum í fótbolta í dag. Þórsarar og Vestfirðingar gerðu slíkt hið sama. Karlalið Fylkis vann 8-1 stórsigur gegn Magna á Würth-vellinum. Arnór Gauti Ragnarsson skoraði tvö markanna en Valdimar Þór Ingimundarson, Sam Hewson, Þórður Gunnar Hafþórsson, Ólafur Ingi Skúlason og Hákon Ingi Jónsson eitt mark hver. Eitt markið var sjálfsmark Magnamanna en Alexander Ívan Bjarnason klóraði í bakkann fyrir þá með marki á 63. mínútu, þegar staðan var orðin 6-0. Fylkir er með 4 stig eftir 2 leiki í 2. riðli en Magni er án stiga. Í A-deild kvenna eru Reykjavíkurmeistarar Fylkis með fullt hús stiga en Fylkiskonur unnu 3-0 sigur gegn bikarmeisturum Selfoss í dag. Stefanía Ragnarsdóttir, Sara Dögg Ásþórsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir skoruðu mörkin en Magdalena Anna Reimus úr Selfossi fékk að líta tvö gul spjöld og svo rautt á 79. mínútu. Selfoss er án stiga eftir tvo leiki. Í 3. riðli A-deildar karla vann Þór 5-0 sigur gegn Grindavík. Guðmundur Magnússon, sem nú er kominn með leikheimild hjá Grindavík, fékk að líta rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks. Þá var staðan 1-0 fyrir Þór. Fannar Daði Malmquist Gíslason og Sölvi Sverrisson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þór og Alvaro Montejo eitt. Þórsarar eru með þrjú stig eftir tvo leiki en Grindavík án stiga. Í 4. riðli vann Vestri 3-0 gegn Víkingi Ólafsvík. Þeir Daniel Osafo-Badu, Viktor Júlíusson og Vladimir Tufegdzic skoruðu mörkin. Vestri er því með þrjú stig eftir tvo leiki en Víkingur án stiga. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira
Kvenna- og karlalið Fylkis unnu bæði örugga sigra í Lengjubikarnum í fótbolta í dag. Þórsarar og Vestfirðingar gerðu slíkt hið sama. Karlalið Fylkis vann 8-1 stórsigur gegn Magna á Würth-vellinum. Arnór Gauti Ragnarsson skoraði tvö markanna en Valdimar Þór Ingimundarson, Sam Hewson, Þórður Gunnar Hafþórsson, Ólafur Ingi Skúlason og Hákon Ingi Jónsson eitt mark hver. Eitt markið var sjálfsmark Magnamanna en Alexander Ívan Bjarnason klóraði í bakkann fyrir þá með marki á 63. mínútu, þegar staðan var orðin 6-0. Fylkir er með 4 stig eftir 2 leiki í 2. riðli en Magni er án stiga. Í A-deild kvenna eru Reykjavíkurmeistarar Fylkis með fullt hús stiga en Fylkiskonur unnu 3-0 sigur gegn bikarmeisturum Selfoss í dag. Stefanía Ragnarsdóttir, Sara Dögg Ásþórsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir skoruðu mörkin en Magdalena Anna Reimus úr Selfossi fékk að líta tvö gul spjöld og svo rautt á 79. mínútu. Selfoss er án stiga eftir tvo leiki. Í 3. riðli A-deildar karla vann Þór 5-0 sigur gegn Grindavík. Guðmundur Magnússon, sem nú er kominn með leikheimild hjá Grindavík, fékk að líta rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks. Þá var staðan 1-0 fyrir Þór. Fannar Daði Malmquist Gíslason og Sölvi Sverrisson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þór og Alvaro Montejo eitt. Þórsarar eru með þrjú stig eftir tvo leiki en Grindavík án stiga. Í 4. riðli vann Vestri 3-0 gegn Víkingi Ólafsvík. Þeir Daniel Osafo-Badu, Viktor Júlíusson og Vladimir Tufegdzic skoruðu mörkin. Vestri er því með þrjú stig eftir tvo leiki en Víkingur án stiga.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Sjá meira