Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2020 11:50 Hildur Guðnadóttir hefur sópað að sér verðlaununum uppá síðkastið og nú gera menn fastlega ráð fyrir því að Óskarinn falli henni í skaut. Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður er talin langlíklegust þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd til að hreppa hin eftirsóttu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða veitt 10. febrúar. Menn geta velt vöngum fram og til baka en þeir gantast ekki með peninga sína. Stuðullinn á Hildi á vefmálasíðunni Betsson er aðeins 1,3 sem þýðir með öðrum orðum að ef einhver veðjar á hana þúsund krónum þá fær sá hinn sami 1300 krónur til baka. Sem er ekki mikið hætti menn fé sínu í veðmálum. Til samanburðar þá er stuðullinn á Thomas Newman fyrir tónlist í 1917 3,5, Alexandre Desplat fyrir Litle Women 10, Rayndy Nyeman fyrir Marriage Story er með stuðulinn 25 og John Williams, þekktasti kvikmyndatónlistarhöfundur veraldar, fyrir tónlist í myndinni Star Wars The Rise of Skywalker með 40 í stuðul. Sem þýðir að menn telja afar ólíklegt að hann hreppi enn ein verðlaunin fyrir sitt framlag að þessu sinni. Nánast útilokað. Gott gengi Hildar á vettvangi verðlauna og viðurkenninga hefur verið með miklum ágætum að undanförnu, sannkölluð sigurganga. Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í Joker. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl í september í fyrra. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards. Svo eitthvað sé nefnt. Eins og margoft hefur komið fram; fari svo að Hildur hreppi Óskarinn verður hún fyrst Íslendinga til þess. Ef síða Betsson er skoðuð nánar, um líkur á Óskarsverðlaunum þá telja menn þar á bæ Jouquin Phoenix nánast öruggan með verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki (1,03 stuðull) og að 1917 hreppi titilinn Besta kvikmyndin (1,4 stuðull). Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónlistarmaður er talin langlíklegust þeirra sem tilnefndir eru til Óskarsverðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist í kvikmynd til að hreppa hin eftirsóttu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin verða veitt 10. febrúar. Menn geta velt vöngum fram og til baka en þeir gantast ekki með peninga sína. Stuðullinn á Hildi á vefmálasíðunni Betsson er aðeins 1,3 sem þýðir með öðrum orðum að ef einhver veðjar á hana þúsund krónum þá fær sá hinn sami 1300 krónur til baka. Sem er ekki mikið hætti menn fé sínu í veðmálum. Til samanburðar þá er stuðullinn á Thomas Newman fyrir tónlist í 1917 3,5, Alexandre Desplat fyrir Litle Women 10, Rayndy Nyeman fyrir Marriage Story er með stuðulinn 25 og John Williams, þekktasti kvikmyndatónlistarhöfundur veraldar, fyrir tónlist í myndinni Star Wars The Rise of Skywalker með 40 í stuðul. Sem þýðir að menn telja afar ólíklegt að hann hreppi enn ein verðlaunin fyrir sitt framlag að þessu sinni. Nánast útilokað. Gott gengi Hildar á vettvangi verðlauna og viðurkenninga hefur verið með miklum ágætum að undanförnu, sannkölluð sigurganga. Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í Joker. Hún hlaut Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina við Chernobyl í september í fyrra. Þá hlaut hún einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards. Svo eitthvað sé nefnt. Eins og margoft hefur komið fram; fari svo að Hildur hreppi Óskarinn verður hún fyrst Íslendinga til þess. Ef síða Betsson er skoðuð nánar, um líkur á Óskarsverðlaunum þá telja menn þar á bæ Jouquin Phoenix nánast öruggan með verðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki (1,03 stuðull) og að 1917 hreppi titilinn Besta kvikmyndin (1,4 stuðull).
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira