UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Heimsljós kynnir 29. janúar 2020 14:45 Úr vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn. UNUICEF „Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu. Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
„Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu. Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent